Viðskipti innlent

HB Grandi skilar hagnaði

Hagnaður HB Granda á síðasta ári nam 16 milljónum evra, jafnvirði 2,2 milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn var 20 milljónir evra árið 2007. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 124 milljónir evra á síðasta ári samanborið við 141 milljón árið áður.

HB Grandi birtir nú uppgjör sitt í fyrsta sinn í evrum. Í tilkynningu segir að slíkt uppgjör gefi betri mynd af afkomu og stöðu félagsins en uppgjör í íslenskum krónum, þar sem stærstur hluti tekna er í evrum sem og stór hluti gjalda.

,,Þá hefur evran mest vægi í samsetningu eigna og skulda og þar með eigin fé. Til samanburðar hefur ársreikningur ársins 2007 verið umreiknaður í evrur miðað við lokagengi þess árs."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×