Viðskipti innlent

Sigurður Helgason kjörinn stjórnarformaður

Sigurður Helgason er nýr stjórnarformaður Icelandair Group.
Sigurður Helgason er nýr stjórnarformaður Icelandair Group. Mynd/Pjetur
Ný fimm manna stjórn Icelandair Group hefur skipt með sér verkum og líkt og búist var við var Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair, kjörinn nýr stjórnarformaður félagsins. Skilanefndir gömlu bankanna og ríkisbankarnir fara með um 80% af eignarhaldi í félaginu.

Stjórn félagsins var kjörin á hluthafafundi félagsins 6. ágúst og er Sigurður af tveimur fulltrúa Íslandsbanka, stærsta hluthafans, í stjórninni. Hinn fulltrúi bankans í stjórn er Katrín Olga Jóhannesdóttir.

Aðrir stjórnarmenn voru kjörnir Pétur J. Eiríksson, fyrir hönd Landsbankans, Jón Ármann Guðjónsson, fyrir skilanefnd Sparisjóðabankans og Finnur Reyr Stefánsson sem er hluthafi í Icelandair. Finnur Reyr er jafnframt varaformaður stjórnarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×