Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir Evrópu 21. október 2009 10:48 „Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir efnhag Evrópu og iðnað álfunnar," segir Heri Guaino hægri hönd Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Evran hefur hækkað um 15% gagnvart dollaranum frá því í mars s.l. og í gærdag fór hún í 1.50 dollara um skamma stund. Í frétt um málið í blaðinu Telegraph segir að það sem valdi evrópskum stjórnvöldum hvað mestum áhyggjum í þessari gengisþróun milli evrunnar og dollarans er að Kínverjar hafa naglfest gengi yuansins gagnvart dollaranum í meira en ár og hafa hægt og hljóðlega hagnast gífurlega á þeirri festingu. Fram kemur í fréttinni að í september einum hafi gjaldeyrisvaraforði Kínverja aukist um 68 milljarða dollara af þessum sökum. Nýjum gjaldeyrisbirgðum Kínverja eru síðan breytt í evruskuldabréf með þeim afleiðingum að evran styrkist. Christine Lagarde fjármálaráðherra Frakklands segir að það sé óþolandi að Evrópa skuli borga verðið fyrir framangreinda tengingu yuansins við dollarann. „Við viljum sterkan dollara og höfum ítrekað komið þeim sjónarmiðum á framfæri," sagði Lagarde eftir fund Eurogroup í vikunni. Viðskiptajöfnuðurinn milli Evrópu og Kína var hagstæður Kinverjum um 169 milljarða dollara á síðasta ári. Fram kemur í fréttinni að Evrópa og Japan er nú einu svæðin í heiminum sem ekki hafa gripið til þess ráðs að fella gengi gjaldmiðla sinna í yfirstandandi fjármálakreppu. Jean-Claude Trichet forstjóri Evrópska seðlabankans kom óvænt á Eurogroup fundinn s.l. mánudag og varaði við "óreiðu" í gjaldmiðlahreyfingum. Yfirvöld beggja vegna Atlantshafsins væru nú að fylgjast með mörkuðunum. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir efnhag Evrópu og iðnað álfunnar," segir Heri Guaino hægri hönd Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Evran hefur hækkað um 15% gagnvart dollaranum frá því í mars s.l. og í gærdag fór hún í 1.50 dollara um skamma stund. Í frétt um málið í blaðinu Telegraph segir að það sem valdi evrópskum stjórnvöldum hvað mestum áhyggjum í þessari gengisþróun milli evrunnar og dollarans er að Kínverjar hafa naglfest gengi yuansins gagnvart dollaranum í meira en ár og hafa hægt og hljóðlega hagnast gífurlega á þeirri festingu. Fram kemur í fréttinni að í september einum hafi gjaldeyrisvaraforði Kínverja aukist um 68 milljarða dollara af þessum sökum. Nýjum gjaldeyrisbirgðum Kínverja eru síðan breytt í evruskuldabréf með þeim afleiðingum að evran styrkist. Christine Lagarde fjármálaráðherra Frakklands segir að það sé óþolandi að Evrópa skuli borga verðið fyrir framangreinda tengingu yuansins við dollarann. „Við viljum sterkan dollara og höfum ítrekað komið þeim sjónarmiðum á framfæri," sagði Lagarde eftir fund Eurogroup í vikunni. Viðskiptajöfnuðurinn milli Evrópu og Kína var hagstæður Kinverjum um 169 milljarða dollara á síðasta ári. Fram kemur í fréttinni að Evrópa og Japan er nú einu svæðin í heiminum sem ekki hafa gripið til þess ráðs að fella gengi gjaldmiðla sinna í yfirstandandi fjármálakreppu. Jean-Claude Trichet forstjóri Evrópska seðlabankans kom óvænt á Eurogroup fundinn s.l. mánudag og varaði við "óreiðu" í gjaldmiðlahreyfingum. Yfirvöld beggja vegna Atlantshafsins væru nú að fylgjast með mörkuðunum.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira