Microsoft segist hafa lært af mistökunum 21. október 2009 05:00 Tölvusérfræðingar segja útlit fyrir að breytt aðferðafræði Microsoft í þróun stýrikerfis skili sér á morgun loksins í stýrikerfi sem vinni vel, sé samhæft eldri tækni og laust við vandamál sem plagað hafa önnur stýrikerfi hugbúnaðarrisans. Mynd/Skjáskot Nýju stýrikerfi Microsoft, sem nefnist Windows 7, verður formlega hleypt af stokkunum á morgun. Stýrikerfisins er beðið með eftirvæntingu. Forstjóri Microsoft, Steve Ballmer, hefur lýst því yfir að hann leggi framtíð sína að veði takist ekki vel til. Síðast sendi hugbúnaðarrisinn frá sér stýrikerfið Windows Vista fyrir þremur árum og þótti takast heldur hrapallega. Prufu- og þróunarútgáfur nýja stýrikerfisins eru hins vegar sagðar lofa góðu. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir fyrirtækið ætla sér að „bjarga andlitinu“ með Windows 7 og segir Steve Ballmer hafa vakað yfir því að ekki yrðu endurtekin fyrri mistök í þróunarferlinu. „Meira að segja þeir svartsýnustu á að við gætum komið út með almennilegt stýrikerfi eru farnir að segja að þetta sé gott,“ segir Hallldór. Microsoft notaði enda aðra aðferðafræði en áður við þróun stýrikerfisins og kallaði að þróunarvinnunni fjölda samstarfsaðila. Þetta þýðir að eldri hugbúnaður og vélbúnaður á að vinna jafn vel með nýja stýrikerfinu og með þeim eldri. Þetta er mikill munur frá Windows Vista. Þar segir Halldór að 30 til 40 prósent rekla (e. driver) hafi reynst í ólagi, en sú tala sé sjaldan yfir fimm prósentum þegar Windows 7 er sett upp á eldri tölvur. Þá segir hann flestar tölvur sem notist við Windows XP eiga að geta keyrt nýja stýrikerfið. Það sé þó ekki alveg algilt og vissara að keyra upp á eldri tölvum frítt forrit sem kallast Windows 7 Upgrade Advisor. „En við heyrum daglega fréttir af fólki sem hefur verið með gamlar tölvur eða fartölvur sem öðlast hafa nýtt líf eftir að Windows 7 var sett upp á þeim.“ Haldór segir að í samanburði við Windows XP, Windows Vista og Windows 7 þá sé það síðastnefnda hraðvirkast. Halldór Jörgensson Í stýrikerfinu er aukinheldur töluvert af nýjungum. Til að mynda er í því svonefndur BitLocker sem geri að verkum að hægt er að tryggja að óviðkomandi komist ekki í ákveðin svæði harða drifsins, eða jafnvel gögn sem sett eru á minnislykil eða geisladisk. Stýrikerfið styður svokallaða fjölsnertitækni á snertiskjám og ending rafhlaðna fartölva sé mun meiri vegna fullkomnari orkunotkunarstýringar en í eldri stýrikerfum. „Ég prófaði þetta sjálfur á gamalli fartölvu sem var komin niður í þetta tveggja tíma rafhlöðutíma. Eftir smá keyrslutíma var hún komin yfir fjögurra stunda endingu.“ Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Nýju stýrikerfi Microsoft, sem nefnist Windows 7, verður formlega hleypt af stokkunum á morgun. Stýrikerfisins er beðið með eftirvæntingu. Forstjóri Microsoft, Steve Ballmer, hefur lýst því yfir að hann leggi framtíð sína að veði takist ekki vel til. Síðast sendi hugbúnaðarrisinn frá sér stýrikerfið Windows Vista fyrir þremur árum og þótti takast heldur hrapallega. Prufu- og þróunarútgáfur nýja stýrikerfisins eru hins vegar sagðar lofa góðu. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir fyrirtækið ætla sér að „bjarga andlitinu“ með Windows 7 og segir Steve Ballmer hafa vakað yfir því að ekki yrðu endurtekin fyrri mistök í þróunarferlinu. „Meira að segja þeir svartsýnustu á að við gætum komið út með almennilegt stýrikerfi eru farnir að segja að þetta sé gott,“ segir Hallldór. Microsoft notaði enda aðra aðferðafræði en áður við þróun stýrikerfisins og kallaði að þróunarvinnunni fjölda samstarfsaðila. Þetta þýðir að eldri hugbúnaður og vélbúnaður á að vinna jafn vel með nýja stýrikerfinu og með þeim eldri. Þetta er mikill munur frá Windows Vista. Þar segir Halldór að 30 til 40 prósent rekla (e. driver) hafi reynst í ólagi, en sú tala sé sjaldan yfir fimm prósentum þegar Windows 7 er sett upp á eldri tölvur. Þá segir hann flestar tölvur sem notist við Windows XP eiga að geta keyrt nýja stýrikerfið. Það sé þó ekki alveg algilt og vissara að keyra upp á eldri tölvum frítt forrit sem kallast Windows 7 Upgrade Advisor. „En við heyrum daglega fréttir af fólki sem hefur verið með gamlar tölvur eða fartölvur sem öðlast hafa nýtt líf eftir að Windows 7 var sett upp á þeim.“ Haldór segir að í samanburði við Windows XP, Windows Vista og Windows 7 þá sé það síðastnefnda hraðvirkast. Halldór Jörgensson Í stýrikerfinu er aukinheldur töluvert af nýjungum. Til að mynda er í því svonefndur BitLocker sem geri að verkum að hægt er að tryggja að óviðkomandi komist ekki í ákveðin svæði harða drifsins, eða jafnvel gögn sem sett eru á minnislykil eða geisladisk. Stýrikerfið styður svokallaða fjölsnertitækni á snertiskjám og ending rafhlaðna fartölva sé mun meiri vegna fullkomnari orkunotkunarstýringar en í eldri stýrikerfum. „Ég prófaði þetta sjálfur á gamalli fartölvu sem var komin niður í þetta tveggja tíma rafhlöðutíma. Eftir smá keyrslutíma var hún komin yfir fjögurra stunda endingu.“
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira