Innlent

Bankar hefðu mátt sýna meiri ábyrgð

Fyrirtæki verða að leggja línurnar fyrirfram og sýna fram á hvaða leið þau ætla að fara í fjárfestingum. Það getur skapað sátt um umdeild verkefni á borð við byggingu virkjana, segir sérfræðingur um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum. Fréttablaðið/stefán
Fyrirtæki verða að leggja línurnar fyrirfram og sýna fram á hvaða leið þau ætla að fara í fjárfestingum. Það getur skapað sátt um umdeild verkefni á borð við byggingu virkjana, segir sérfræðingur um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum. Fréttablaðið/stefán

„Ef Íslendingar hefðu sótt um aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins fyrir tveimur til þremur árum er líklegt að reglur um gegnsæi í stjórnum banka og fyrirtækja hefðu svipt hulunni af innbyrðistengslum þeirra við íslensk fyrirtæki mun fyrr en ella. Hugsanlega hefði það getað dregið úr hættunni á hruni þeirra," segir Frakkinn Jean-Dominique Rugiero, stjórnandi sænska ráðgjafarfyrirtækisins Daxam Sustainability Services.

Rugiero er staddur hér á landi í tilefni af ráðstefnu á vegum Fjárfestingarstofu, iðnaðarráðuneytis og Útflutningsráðs um beinar erlendar fjárfestingar hér á landi auk þess að halda námskeið um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum og fjármálastjórnun á föstudag.

Rugiero hefur um nokkurra ára skeið unnið með stjórnvöldum í Austur-Evrópu um innleiðingu sjálfbærrar hugsunar og samfélagslegrar ábyrgðar í stjórnháttum og fjármálum.

Hann segir margt líkt með örlögum fjármálafyrirtækja þar og íslensku bankanna. „Þegar bankarnir voru einkavæddir í Slóvakíu voru lyklarnir að þeim afhentir nýjum eigendum án mikilla kvaða. Regluverkið var veikt, bankarnir sprungu út og bilið á milli ríkra og fátækra jókst. Í því felst óréttlæti. Þegar stjórnvöld þar sóttu um aðild að myntbandalaginu urðu þeir að laga regluverk sitt að bandalaginu. Það kom skikki á bankana. Mér sýnist sem því hafi ekki verið að skipta hér," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×