Viðskipti innlent

Spáir 11,1% verðbólgu í apríl

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan verði 11,1% í apríl og lækki því um 4,1% frá marsmánuði er hún mældist 15,2%. Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi deildarinnar.

Það er einkum tvennt sem skýrir þessa miklu lækkun á verðbólginni að því er segir í fréttabréfinu. Annarsvegar mun verðbólgumælingin frá apríl í fyrra detta út úr ársverðbólgumælingunni. Í apríl í fyrra mældist verðbólgan 3,4% innan mánaðarins. Nú gerir hagfræðideildin ráð fyrir að verðbólgan innan apríl mælist aðeins 0,3%.

Hin stóra ástæðan fyrir minnkandi verðbólgu er hve húsnæðisverð lækkar hratt og mikið þessa daganna en húsnæðisliðurinn myndar um þriðjung í verðbólgumælingunum.

Hagfræðideildin spáir því að verðbólga haldi áfram að lækka hratt og að í maí fari hún undir 10% sem hefur ekki gerst síðan í mars í fyrra. Þarna gerir deildin ráð fyrir að það sem helst knýi þá lækkun sé húsnæðisverðið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×