Viðskipti innlent

Seðlabankinn kemur gjaldeyrislöggu á laggirnar

Seðlabankinn vinnur nú að því að setja upp nýja eftirlitseiningu sem mun fylgjast með að farið sé að settum reglum á gjaldeyrismarkaði og að lögum um gjaldeyrishöft sé framfylgt. Þá er verið að breyta reglum á þann veg að bönkum verði skylt að tilkynna um meint óleyfileg viðskipti á svipaðan hátt og reglur ESB um peningaþvætti kveða á um.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka og vitnað í ræðu seðlabankastjóra frá því fyrir helgina.

„Þetta kom fram í erindi Svein Harald Øygard seðlabankastjóra á ársfundi Seðlabankans sem haldinn var síðastliðin föstudag. Eins og kunnugt er voru lög um gjaldeyrishöft sem hafa verið við gildi síðan í lok síðasta árs hert í lok mars," segir í Morgunkorninu.

„Svein Harald Øygard sagði að þrátt fyrir að gjaldeyrishöftin séu óheppileg séu þau ómissandi enda sé stór hópur fjárfesta sem vill selja eignir sínar í íslenskum krónum. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir útflæði fjármagns sem myndi skapa verulegan þrýsting á gengi krónunnar til lækkunar."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×