Viðskipti innlent

Landsbankinn lækkar óverðtryggða vexti

Til að létta undir með skuldsettum heimilum og fyrirtækjum hefur Landsbankinn ákveðið að taka enn eitt skref í lækkun óverðtryggðra vaxta. Landsbankinn hefur ákveðið að lækka alla óverðtryggða útlánsvexti bankans um 2 prósentustig og innlánsvexti um 1 til 2 prósentustig.

Í tilkynningu segir að vextir hafi lækkað að undanförnu en hröð lækkun verðbólgu gefur tilefni til frekari lækkunar óverðtryggðra vaxta. Landsbankinn hefur leitt lækkun vaxta á markaðnum og er nú þegar með lægri óverðtryggða vexti en keppinautar bankans.

Í ljósi sterkrar lausafjárstöðu getur bankinn tekið þetta skref en ljóst er að þessi breyting getur ekki orðið varanleg nema aðrir bankar og sparisjóðir fari að fordæmi Landsbankans og lækki sína vexti.

Vaxtabreytingin tekur gildi á morgun, þriðjudaginn 21. apríl 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×