Erlent

Lúxussnekkjur næstu skotmörk sjóræningja

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sjóræningjar um borð í lystisnekkjunni Ponant sem þeir náðu á sitt vald í apríl í fyrra.
Sjóræningjar um borð í lystisnekkjunni Ponant sem þeir náðu á sitt vald í apríl í fyrra. MYND/Reuters

Lúxussnekkjur í sumarleyfissiglingum milli Indlandshafs og Miðjarðarhafs gætu orðið helstu skotmörk sómalskra sjóræningja yfir sumartímann að sögn siglingaöryggissérfræðinga. Eigendur slíkra snekkja hafa löngum ferðast um þetta svæði á sumrin á leið sinni til ýmissa eyjaparadísa og liggur leið margra þeirra þá um Aden-flóann sem nú er orðinn alræmdur fyrir sjórán. Sjóræningjarnir eru nú betur búnir en áður, nota öflugri báta og geta stundað starfsemi sína allt að 100 kílómetrum frá ströndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×