Hagnaður Bank of America langt yfir væntingum 20. apríl 2009 13:03 Stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, birti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins í dag. Hagnaður bankans reyndist vera langt yfir væntingum greinenda og sérfræðinga. Bankinn er sá fjórði af stórbönkum Bandaríkjanna sem skilar góðu uppgjöri það sem af er ári. Nettóhagnaður Bank of America reyndist nema 4,24 milljörðum dollara eða tæplega 600 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn hinsvegar 1,2 milljörðum dollara. Samkvæmt frétt á Bloomberg reiknuðu greinendur með að hagnaður bankans á fjórða ársfjórðungi myndi gefa af sér 4 sent á hlut. Í raun mun upphæðin nema 44 sentum á hlut. Forstjóri Bank of America, Kenneth D. Lewis, hefur ekki verið vinsæll í hópi hluthafa frá því að hann ákvað að kaupa tvo banka í fyrra, Merrill Lynch og Countrywide Financial Corp. Til þessa notaði hann 30 milljarða dollara eða nær 4.000 milljarða kr. Þegar kaupin áttu sér stað var fjármálakreppan komin á fullt skrið og töldu margir hluthafa að Lewis væri að setja bankann á hausinn með þessum kaupum. Annað hefur komið á daginn og það er raunar rekstur Merrill Lynch sem stendur á bakvið megnið af hagnaðinum nú. Staða Lewis þykir þó enn tæp og ráðast örlög hans í forstjóraembættinu á aðalfundi Bank of America þann 29. apríl n.k. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, birti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins í dag. Hagnaður bankans reyndist vera langt yfir væntingum greinenda og sérfræðinga. Bankinn er sá fjórði af stórbönkum Bandaríkjanna sem skilar góðu uppgjöri það sem af er ári. Nettóhagnaður Bank of America reyndist nema 4,24 milljörðum dollara eða tæplega 600 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn hinsvegar 1,2 milljörðum dollara. Samkvæmt frétt á Bloomberg reiknuðu greinendur með að hagnaður bankans á fjórða ársfjórðungi myndi gefa af sér 4 sent á hlut. Í raun mun upphæðin nema 44 sentum á hlut. Forstjóri Bank of America, Kenneth D. Lewis, hefur ekki verið vinsæll í hópi hluthafa frá því að hann ákvað að kaupa tvo banka í fyrra, Merrill Lynch og Countrywide Financial Corp. Til þessa notaði hann 30 milljarða dollara eða nær 4.000 milljarða kr. Þegar kaupin áttu sér stað var fjármálakreppan komin á fullt skrið og töldu margir hluthafa að Lewis væri að setja bankann á hausinn með þessum kaupum. Annað hefur komið á daginn og það er raunar rekstur Merrill Lynch sem stendur á bakvið megnið af hagnaðinum nú. Staða Lewis þykir þó enn tæp og ráðast örlög hans í forstjóraembættinu á aðalfundi Bank of America þann 29. apríl n.k.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf