Viðskipti innlent

Kauphallargögnin í rannsókn

Topparnir. Nokkur mál eru á borði FME og sérstaks saksóknara sem tengist Existu.
Topparnir. Nokkur mál eru á borði FME og sérstaks saksóknara sem tengist Existu.

Fjármálaeftirlitið fékk í gær gögn Existu er varða birtingu upplýsinga í Kauphöll.

Hvorki náðist í Lýð Guðmundsson, stjórnarformann Existu, né forstjórana Erlend Hjaltason og Sigurð Valtýsson þegar eftir því var leitað í gær.

Talsmaður Existu segir ekki um húsleit að ræða. Fáir starfsmenn eftirlitsins hafi komið í höfuðstöðvar Existu og óskað eftir gögnum, sem þeir hafi fengið.

Fjármálaeftirlitið (FME) vildi ekki tjá sig um húsleitina þegar Fréttablaðið leitaði eftir því í gær og vísaði til lagaramma sem bindur hendur þess til upplýsingagjafar um einstök mál.

Samkvæmt upplýsingum sem Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar fékk frá FME er fjöldi mála þar almennt til skoðunar hjá embættinu, sem snýr meðal annars að markaðsmisnotkun, innherjaviðskiptum, rangri skýrslugerð og slæmum viðskiptaháttum.

Eftirlitinu hafa borist ýmsar ábendingar og eru þær skoðaðar sérstaklega.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×