Viðskipti innlent

Ársreikningur Stoða frestast fram á sumar

Uppgjör Stoða (FL Group hf.) fyrir árið 2008 mun ekki verða birt 30. apríl eins og áður hefur verið tilkynnt um.

Í tilkynningu segir að á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti er félögum sem eingöngu hafa skráð skuldabréf heimilt að birta ekki uppgjör í kauphöll að því gefnu að lágmarksfjárhæð hvers skuldabréfs sé a.m.k. 50.000 evra að nafnvirði á útgáfudegi bréfanna.

Júlíus Þorfinnsson talsmaður Stoða segir að þótt ársreikningurinn verði ekki birtur í kauphöllinni mun hann að sjálfsögðu verða lagður fram.

„Þetta frestast eitthvað fram á sumarið enda stöndum við í nauðasamningum sem taka munu einhverjar vikur eða mánuði. Við reiknum með að birta ársreikninginn að þessum samningum loknum" segir Júlíus.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×