Viðskipti innlent

Vodafone sektað um 200 þúsund fyrir „fríkeypis“ auglýsingar

Neytendastofa hefur dæmt Vodafone til þess að greiða 200 þúsund krónur í stjórnvaldssekt fyrir að nota orðið „fríkeypis" í auglýsingum til fyrirtækja og á auglýsingaskilti. Áður hafði fyrirtækinu verið gert að hætta að tala um „fríkeypis" í auglýsingum sínum þar sem notkun orðsins sé brot á lögum þar sem um var að ræða þjónustu sem viðskiptavinir þurfa að greiða fyrir með annari þjónustu.

Þann 30. janúar 2009 var Vodafone gert að hætta notkun orðsins í auglýsingum sínum en fyrirtækið fékk þó leyfi til þess að nota það áfram í bæklingum sínum og á öðru prentuðu efni næstu tvo mánuðina í sparnaðarskyni. Neytendastofu barst síðan ábending um að starfsmenn HugarAx hafi fengið senda auglýsingu sem hönnuð var í mars, eða töluvert löngu eftir að ákveðið hafði verið að hætta að nota „fríkeypis".

Einnig barst Neytendastofu ábending um að orðið væri enn notað á auglýsingaskilti við skifstofu fyrirtækisins. Ekki var fallist á að skiltið falli undir prentað efni og því var Vodafone sektað um 200 þúsund krónur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×