Viðskipti innlent

Össur hf. eykur hagnað sinn milli ára

Hagnaður Össurar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 7,6 milljónum dollara eða tæpum 10 milljörðum kr. , samanborið við 6,7 milljónir á sama tímabili árið 2008.

Í tilkynningu segir að sala var 77,2 milljónir dollara, dróst saman um 13%, eða 4% mælt í staðbundinni mynt.

Hagnaður á hlut að teknu tilliti til kauprétta var 1,79 bandarísk sent, samanborið við 1,58 sent á sama tímabili í fyrra

Jón Sigurðsson, forstjóri segir að salan á fyrsta ársfjórðungi var minni en við væntum og dróst saman um 4%, mælt í staðbundinni mynt.

„Efnahagsþrengingar á öllum okkar helstu mörkuðum hafa áhrif á söluna á fyrsta ársfjórðungi. Sala á stoðtækjum er í takt við vöxt markaðarins, en sala á spelkum og stuðningsvörum er minni en áætlað var í Bandaríkjunum," segir Jón.

„Við höfum gert töluverðar breytingar í stjórnun á sölu og markaðsmálum sem við væntum að muni skila árangri. Á árinu 2009 eru margar nýjar og spennandi vörur væntanlegar og voru tvær nýjar vörur kynntar á fyrsta ársfjórðungi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×