Viðskipti innlent

Veltumesta vika kauphallarinnar á þessu ári

Mikil viðskipti voru með skuldabréf í vikunni í kauphöllinni. Heildarvelta nam 58,3 milljörðum kr. og er vikan sú veltumesta á árinu.

"Viðskipti með skuldabréf hafa tekið við sér á ný á undanförnum vikum eftir rólega tíð í kringum páskahátíðina og kosningar. Með væntingum um hratt lækkandi vaxtastig hefur sókn í skráð skuldabréf aukist," segir sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar.

„Stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni og yfirlýsing bankans um framhaldið styður við þessa þróun. Við væntum því að framhald verði á líflegum skuldabréfaviðskiptum á næstunni. Eftir því sem vextir lækka og ásókn í fjölbreyttari fjárfestingarkosti eykst má einnig búast við að fjárfestar líti í auknum mæli til þeirra kosta sem bjóðast á hlutabréfamarkaði."

Mest voru viðskipti með ríkisbréfaflokkana fyrir rúma 34 milljarða og íbúðabréf fyrir 21 milljarð og lækkaði ávöxtunarkrafa allra markflokkanna talsvert í vikunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×