Erlent

Þrír þiggja boð frá Kyrrahafseyju

Guantanamo
Ekki þykir óhætt að senda Úígúrana heim til Kína.
nordicphotos/AFP
Guantanamo Ekki þykir óhætt að senda Úígúrana heim til Kína. nordicphotos/AFP

Þrír kínverskir múslimar, sem árum saman hafa setið í fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu, hafa þegið boð stjórnvalda á Kyrrahafseyjunni Palá um að setjast þar að. Lögmaður þeirra segir þá hlakka til að komast burt og geta hafið nýtt líf, líklega strax í næsta mánuði.

Alls eru þrettán Úígúrar frá Kína í Guantánamo-búðunum, en ekki er ljóst hvort hinir tíu munu þekkjast boðið. Bandaríkjastjórn telur ekki ástæðu til að halda þeim í búðunum, en ekki þykir óhætt að senda þá til Kína af ótta við harðar móttökur þarlendra stjórnvalda. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×