Erlent

Prófessor seldi mörg hundruð höfuðkúpur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Kínverskur prófessor hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða tvo bændur til þess að grafa upp jarðneskar leifar manna í Qinghai-héraðinu í Vestur-Kína og selja höfuðkúpur þeirra á Netinu. Flestar kúpurnar fóru til safnara í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Prófessorinn samdi við bændurna um að útvega 1.300 höfuðkúpur fyrir um það bil 1.500 til 3.000 krónur stykkið en þeir höfðu aðgang að grafreit skammt frá bæjum sínum. Þegar kínverska lögreglan komst á snoðir um sölumennskuna gerði hún húsleit á heimili prófessorsins og fann þar um 1.100 höfuðkúpur, sumar allt að 170 ára gamlar. Meðal þeirra sem keyptu höfuðkúpurnar og seldu þær aftur var bandaríska netverslunin boneroom.com sem hefur aðsetur í Kaliforníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×