Viðskipti innlent

Stjórn Straums kom í veg fyrir að lykilstarfsmenn fengu bónusa

Björgólfur Thor Björgólfsson var sammála stjórnarmönnunum.
Björgólfur Thor Björgólfsson var sammála stjórnarmönnunum.

Straumur Burðarás greiddi engar bónusgreiðslur til starfsmanna þann 25. febrúar síðastliðinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum að til hafi staðið að greiða lykilstarfsmönnum sérstaka bónusa rétt fyrir hrun bankans.

Framkvæmdastjórn Straums hafi hins vegar ekki þegið greiðslurnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð lykilstarfsmönnum hins vegar ekki til boða að fá greidda bónusa á þessum tíma og var það einkum vegna andstöðu þeirra Guðmundar Kristjánssonar, Hallbjörns Karlssonar og Birgis Más Ragnarssonar, sem allir sitja í stjórn Straums. Heimildir fréttastofu herma að Björgólfur Thor stjórnarformaður hafi tekið undir sjónarmið félaga sinna í stjórninni.

Öllum greiðslum var frestað um marga mánuði og því fóru engar bónusgreiðslur út úr bankanum til starfsmanna í febrúar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð hins vegar til að standa skil á bónusgreiðslum sem voru bundnar í launasamningum starfsmannanna.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×