Teathers bjargað af fyrrum félagi Kaupþings í London 19. mars 2009 10:57 Nýr eigandi að verðbréfamiðluninni Teathers verður að öllum líkindum Singer Capital Markets, félag sem var fyrrum í eigu Kaupþings, það er Singer & Friedlander bankans í London. Reiknað er með tilkynningu um málið í dag eða á morgun. Fjallað er um málið á vefsíðunni thisismoney.co.uk í dag. Þar segir að starfslið Teathers hafi gefið Singer Capital Markets viðurnefnið Íslenski stuðningshópurinn eða „the post-Icelandic support group". Teathers er í eigu Straums sem keypti miðlunina af Landsbankanum í vetur eftir að bankakerfið hrundi á Íslandi. Þetta er því í annað sinn á skömmum tíma sem Teathers skiptir um eigendur. Stjórn og starfsfólk Singer Capital Markets keyptu félagið af Kaupþingi eftir að Singer & Friedlander komst í þrot um svipað leyti. Teathers er ein elsta verðbréfamiðlunin í The City í London og hefur starfað sem slík samfellt frá árinu 1888, í upphafi undir nafninu Teather & Greenwood. Landsbankinn keypti miðlunina árið 2005. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýr eigandi að verðbréfamiðluninni Teathers verður að öllum líkindum Singer Capital Markets, félag sem var fyrrum í eigu Kaupþings, það er Singer & Friedlander bankans í London. Reiknað er með tilkynningu um málið í dag eða á morgun. Fjallað er um málið á vefsíðunni thisismoney.co.uk í dag. Þar segir að starfslið Teathers hafi gefið Singer Capital Markets viðurnefnið Íslenski stuðningshópurinn eða „the post-Icelandic support group". Teathers er í eigu Straums sem keypti miðlunina af Landsbankanum í vetur eftir að bankakerfið hrundi á Íslandi. Þetta er því í annað sinn á skömmum tíma sem Teathers skiptir um eigendur. Stjórn og starfsfólk Singer Capital Markets keyptu félagið af Kaupþingi eftir að Singer & Friedlander komst í þrot um svipað leyti. Teathers er ein elsta verðbréfamiðlunin í The City í London og hefur starfað sem slík samfellt frá árinu 1888, í upphafi undir nafninu Teather & Greenwood. Landsbankinn keypti miðlunina árið 2005.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira