Norska krónan gjaldeyrisskjól í stað dollarans og frankans 19. mars 2009 10:32 Töluverð umræða er nú um það að norska krónan muni í náinni framtíð taka við af dollaranum, svissneska frankanum og japanska jeninu sem helsta gjaldeyrisskjól heimsins. Þessi umræða hófst í kjölfar þess að seðlabanki Sviss ákvað nýlega að grípa inn í gjaldmiðlamarkað landsins og lækka gengi frankans. Þar með fækkaði gjaldeyrisskjólum fjárfesta um eitt í fjármálakreppunni. Financial Times fjallar um málið í dag. Blaðið segir að gengisfall frankans komi í framhaldi af vangaveltum um stöðu hinna skjólanna, dollarans og jensins. Simon Derrick hjá Bank of New York Mellon segir að gengi dollarans hafi greinilega haldist hátt vegna þess að fjárfestar hafa keypt hann í miklum mæli í núverandi kreppu. Hinsvegar muni hin gríðarlega fjármagnseyðsla bandarískra stjórnvalda gera það að verkum að stöðuleika hans er ógnað. Á sama tíma er heilsa jensins vafasöm því tölur úr japanska hagkerfinu sína verulega niðursveiflu þess, einkum vegna minnkandi útflutnings sem keyrt hefur hagkerfið áfram árum saman. David Bloom hjá HSBC segir að norska krónan sé nú hið endanlega gjaldeyrisskjól. „Norska krónan er sennilega besti gjaldmiðill heimsins," segir Bloom í samtali við FT. Blaðið segir að þetta sjónarmið virðist koma á óvart og bendir á að í desember hafi krónan fallið niður í lægsta gildi sitt gagnvart evrunni frá upphafi aðallega vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. En krónan hefur sótt í sig veðrið eftir því sem stöðugleiki hefir komist á olíuverðið. Og bent er á að norska krónan sé einn af fáum gjaldmiðlum heimsins sem haldið hafa stöðu sinni gagnvart dollaranum og gott betur því gengið hefur hækkað um 3% gagnvart dollar á þessu ári. Bloom segir að norska krónan sé þeirra valkostur af helstu gjaldmiðlum heimsins og að hann reikni með að hún muni halda áfram að styrkjast næstu 18 mánuðina. Sem stendur er norska krónan ofarlega á topp 10 listanum yfir þá gjaldmiðla sem mest er verslað með í heiminum. Hagvöxtur í Noregi nam 1.3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og ekki er reiknað með nándar eins mikilli niðursveiflu í norska hagkerfinu í ár eins og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Þ'a megi benda á að skuldatryggingarálagið hjá norska ríkinu sé það lægsta meðal þjóða á fyrrgreindum topp 10 lista. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Töluverð umræða er nú um það að norska krónan muni í náinni framtíð taka við af dollaranum, svissneska frankanum og japanska jeninu sem helsta gjaldeyrisskjól heimsins. Þessi umræða hófst í kjölfar þess að seðlabanki Sviss ákvað nýlega að grípa inn í gjaldmiðlamarkað landsins og lækka gengi frankans. Þar með fækkaði gjaldeyrisskjólum fjárfesta um eitt í fjármálakreppunni. Financial Times fjallar um málið í dag. Blaðið segir að gengisfall frankans komi í framhaldi af vangaveltum um stöðu hinna skjólanna, dollarans og jensins. Simon Derrick hjá Bank of New York Mellon segir að gengi dollarans hafi greinilega haldist hátt vegna þess að fjárfestar hafa keypt hann í miklum mæli í núverandi kreppu. Hinsvegar muni hin gríðarlega fjármagnseyðsla bandarískra stjórnvalda gera það að verkum að stöðuleika hans er ógnað. Á sama tíma er heilsa jensins vafasöm því tölur úr japanska hagkerfinu sína verulega niðursveiflu þess, einkum vegna minnkandi útflutnings sem keyrt hefur hagkerfið áfram árum saman. David Bloom hjá HSBC segir að norska krónan sé nú hið endanlega gjaldeyrisskjól. „Norska krónan er sennilega besti gjaldmiðill heimsins," segir Bloom í samtali við FT. Blaðið segir að þetta sjónarmið virðist koma á óvart og bendir á að í desember hafi krónan fallið niður í lægsta gildi sitt gagnvart evrunni frá upphafi aðallega vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. En krónan hefur sótt í sig veðrið eftir því sem stöðugleiki hefir komist á olíuverðið. Og bent er á að norska krónan sé einn af fáum gjaldmiðlum heimsins sem haldið hafa stöðu sinni gagnvart dollaranum og gott betur því gengið hefur hækkað um 3% gagnvart dollar á þessu ári. Bloom segir að norska krónan sé þeirra valkostur af helstu gjaldmiðlum heimsins og að hann reikni með að hún muni halda áfram að styrkjast næstu 18 mánuðina. Sem stendur er norska krónan ofarlega á topp 10 listanum yfir þá gjaldmiðla sem mest er verslað með í heiminum. Hagvöxtur í Noregi nam 1.3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og ekki er reiknað með nándar eins mikilli niðursveiflu í norska hagkerfinu í ár eins og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Þ'a megi benda á að skuldatryggingarálagið hjá norska ríkinu sé það lægsta meðal þjóða á fyrrgreindum topp 10 lista.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira