Viðskipti innlent

Fjöldauppsagnir hjá Straumi í dag

Fjöldauppsagnir eru hjá Straumi - Burðarási í dag. Ætla má að stærstur hluti starfsmanna bankans láti af störfum á næstu vikum og mánuðum.

Um hundrað og tíu manns starfa hjá Straumi hér á landi. Níutíu þeirra verður sagt upp störfum. Fjörutíu og fimm nú í mars og fjörutíu og fimm í vor. Ástæðan er, samkvæmt tilkynningu til Vinnumálalstofnunar yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á bankanum níunda þessa mánaðar. Þetta staðfestir Friðbert Traustason,. framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Straumur sótti um greiðslustöðvun í morgun og ætla með því að reyna að gera félagið rekstrarhæft að nýju. Nokkrir starfsmenn bankans, óvíst hversu margir, fengu í lok febrúar bónusgreiðslur frá bankanum. Þær námu, eftir því sem næst verður komist, 5,6 og upp í sjö milljónir króna. Greiðslurnar munu hafa verið inntar af hendi í samræmi við launasamningi viðkomandi. Georg Andersen staðfestir að framkvæmdastjórn bankans hafi ekki þegið greiðslurnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×