Eimskip enn á floti 2. apríl 2009 04:15 Gylfi Sigfússon „Við höldum okkur á floti og höfum ekki leitað til lánastofnana síðan í júní. Afkoman er yfir væntingum þótt róðurinn sé erfiður," segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Félagið tapaði 40,2 milljónum evra á síðasta ársfjórðungi, þeim fyrsta í bókum skipaflutningafélagsins. Þetta jafngildir tapi upp á 6,6 milljarða króna. Til samanburðar tapaði fyrirtækið 38,9 milljónum evra á sama tíma í fyrra. Sex milljónir evra af tapi félagsins liggja í neikvæðum gengisáhrifum. Gylfi segir fyrirtækið nú einbeita sér að markaðnum hér, í Færeyjum og Noregi og sé þar í góðum málum þrátt fyrir fjármálakreppuna. Öðru máli gegni um starfsemina í Eystrasaltslöndunum, sem skilaði 7,1 milljóna evra rekstrartapi á fjórðungnum. Tíu til fimmtán prósent flutningaskipaflotans í Evrópu liggur við landfestar, sem er lýsandi fyrir stöðuna, að mati Gylfa. Staða félagsins sé hins vegar viðunandi. Stjórnendur Eimskips hafa síðasta árið unnið að því hörðum höndum að vinda ofan af skuldahít fyrri ára en stefnt er að því að láta þrjú til fimm skip ganga upp í skuldir. Sama máli gegnir um 65 prósenta hlut í Containership sem sinnir skipaflutningum á milli Eystrasaltsríkjanna og Rússlands. Gylfi segir viðræður við bandaríska og kanadíska fjárfesta um sölu á frysti- og kæligeymslum Verscold á góðu skriði og sé stefnt að því að ljúka henni fyrir júnílok. - jab Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira
„Við höldum okkur á floti og höfum ekki leitað til lánastofnana síðan í júní. Afkoman er yfir væntingum þótt róðurinn sé erfiður," segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Félagið tapaði 40,2 milljónum evra á síðasta ársfjórðungi, þeim fyrsta í bókum skipaflutningafélagsins. Þetta jafngildir tapi upp á 6,6 milljarða króna. Til samanburðar tapaði fyrirtækið 38,9 milljónum evra á sama tíma í fyrra. Sex milljónir evra af tapi félagsins liggja í neikvæðum gengisáhrifum. Gylfi segir fyrirtækið nú einbeita sér að markaðnum hér, í Færeyjum og Noregi og sé þar í góðum málum þrátt fyrir fjármálakreppuna. Öðru máli gegni um starfsemina í Eystrasaltslöndunum, sem skilaði 7,1 milljóna evra rekstrartapi á fjórðungnum. Tíu til fimmtán prósent flutningaskipaflotans í Evrópu liggur við landfestar, sem er lýsandi fyrir stöðuna, að mati Gylfa. Staða félagsins sé hins vegar viðunandi. Stjórnendur Eimskips hafa síðasta árið unnið að því hörðum höndum að vinda ofan af skuldahít fyrri ára en stefnt er að því að láta þrjú til fimm skip ganga upp í skuldir. Sama máli gegnir um 65 prósenta hlut í Containership sem sinnir skipaflutningum á milli Eystrasaltsríkjanna og Rússlands. Gylfi segir viðræður við bandaríska og kanadíska fjárfesta um sölu á frysti- og kæligeymslum Verscold á góðu skriði og sé stefnt að því að ljúka henni fyrir júnílok. - jab
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira