Grét með dótturina í fanginu þegar bankinn féll 4. október 2009 21:00 Ármann Þorvaldsson Lýsingin á því þegar ljóst var að Kaupthing Singer & Friedlander færi í greiðslustöðvun er nokkuð dramatísk í bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra bankans sem kemur út í þessari viku. Hann segir að þegar FSA, Breska fjármálaeftirlitið, vildi setja bankann í greiðslustöðvun hafi verið óskað eftir samvinnu stjórnarinnar. Ármann segir að þar sem bankinn hafi ekki átt aðra kosti hafi þeir samþykkt það daufir í bragði. „Fyrir löngu las ég grein í tímariti þar sem ýmsir þjóðþekktir einstaklingar voru spurðir af hverju karlmenn grétu ekki. Ingi Björn Albertsson var einn þeirra sem svöruðu spurningunni og einhverra hluta vegna varð mér svar hans minnisstætt. Hann sagði ástæðuna þá að grátur væri merki um uppgjöf. Karlmenn grétu einungis þegar þeir hefðu leitað allra leiða til að leysa það vandamál sem þeir stæðu frammi fyrir. Þannig leið mér þegar ég sat aleinn á skrifstofu minni að loknum stjórnarfundinum. Öllu var lokið. Það voru engar lausnir til, ekki hægt að hringja í neinn, engar frábærar hugmyndir. Í fyrsta sinn þessa erfiðu viku fann ég hvernig ég fékk kökk í hálsinn. Ég vildi komast út af skrifstofunni, út úr húsinu og heim," skrifar Ármann. En hann gat ekki farið. Hann þurfti að bíða eftir tilsjónarfólki þrotabúsins og koma á fundi með stjórnendum bankans. Tengiliðir þeirra frá FSA vildu koma sjálfir og afhenda honum greiðslustöðvunartilkynninguna. „Næstu fjórir tímar fóru í að halda aftur af tárunum. Þegar samtarfsmenn komu til að athuga hvernig mér liði starði ég aðeins á gólfið. Það var ekki vegna þess að ég væri reiður eða í uppnámi. Ég vissi það eitt að ég myndi bresta í grát ef ég svaraði. Ég gat ekki heldur hringt í Þórdísi, foreldra mína eða börnin mín. Ég vissi að ég myndi brotna niður um leið og ég heyrði rödd þeirra. Ég gat ekki einu sinni haldið andlitinu þegar starfsmenn eftirlitsins komu og afhentu mér greiðslustöðvunartilkynninguna. Röddin brast og mér vöknaði um augu svo að ég kvaddi þau í flýti og sneri til baka á skrifstofu mína." Síðari hluta dagsins fór hann heim. Þrettán ára dóttir hans og þriggja ára sonur voru heima og hann hugðist gera það sem hann gæti til að halda andlitinu gagnvart þeim. „En um leið og ég sá þau féll ég saman og grét óstjórnlega. Dóttir mín, sem vissi hvað hafði gerst, brast einnig í grát í fanginu á mér. Atli starði á okkur stóreygður þar sem við grétum, byrjaði að kjökra og spurði ítrekað hvað væri að. Næstu vikurnar minnti hann fólk reglulega á daginn sem pabbi hafði lent í slysi í vinnunni." Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Lýsingin á því þegar ljóst var að Kaupthing Singer & Friedlander færi í greiðslustöðvun er nokkuð dramatísk í bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra bankans sem kemur út í þessari viku. Hann segir að þegar FSA, Breska fjármálaeftirlitið, vildi setja bankann í greiðslustöðvun hafi verið óskað eftir samvinnu stjórnarinnar. Ármann segir að þar sem bankinn hafi ekki átt aðra kosti hafi þeir samþykkt það daufir í bragði. „Fyrir löngu las ég grein í tímariti þar sem ýmsir þjóðþekktir einstaklingar voru spurðir af hverju karlmenn grétu ekki. Ingi Björn Albertsson var einn þeirra sem svöruðu spurningunni og einhverra hluta vegna varð mér svar hans minnisstætt. Hann sagði ástæðuna þá að grátur væri merki um uppgjöf. Karlmenn grétu einungis þegar þeir hefðu leitað allra leiða til að leysa það vandamál sem þeir stæðu frammi fyrir. Þannig leið mér þegar ég sat aleinn á skrifstofu minni að loknum stjórnarfundinum. Öllu var lokið. Það voru engar lausnir til, ekki hægt að hringja í neinn, engar frábærar hugmyndir. Í fyrsta sinn þessa erfiðu viku fann ég hvernig ég fékk kökk í hálsinn. Ég vildi komast út af skrifstofunni, út úr húsinu og heim," skrifar Ármann. En hann gat ekki farið. Hann þurfti að bíða eftir tilsjónarfólki þrotabúsins og koma á fundi með stjórnendum bankans. Tengiliðir þeirra frá FSA vildu koma sjálfir og afhenda honum greiðslustöðvunartilkynninguna. „Næstu fjórir tímar fóru í að halda aftur af tárunum. Þegar samtarfsmenn komu til að athuga hvernig mér liði starði ég aðeins á gólfið. Það var ekki vegna þess að ég væri reiður eða í uppnámi. Ég vissi það eitt að ég myndi bresta í grát ef ég svaraði. Ég gat ekki heldur hringt í Þórdísi, foreldra mína eða börnin mín. Ég vissi að ég myndi brotna niður um leið og ég heyrði rödd þeirra. Ég gat ekki einu sinni haldið andlitinu þegar starfsmenn eftirlitsins komu og afhentu mér greiðslustöðvunartilkynninguna. Röddin brast og mér vöknaði um augu svo að ég kvaddi þau í flýti og sneri til baka á skrifstofu mína." Síðari hluta dagsins fór hann heim. Þrettán ára dóttir hans og þriggja ára sonur voru heima og hann hugðist gera það sem hann gæti til að halda andlitinu gagnvart þeim. „En um leið og ég sá þau féll ég saman og grét óstjórnlega. Dóttir mín, sem vissi hvað hafði gerst, brast einnig í grát í fanginu á mér. Atli starði á okkur stóreygður þar sem við grétum, byrjaði að kjökra og spurði ítrekað hvað væri að. Næstu vikurnar minnti hann fólk reglulega á daginn sem pabbi hafði lent í slysi í vinnunni."
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun