Viðskipti innlent

Kaupþingi hótað yrði Vífilfell tekið af Þorsteini

Þorsteinn Metúsalem Jónsson.
Þorsteinn Metúsalem Jónsson.

Coca Cola á norðurlöndum hótaði Kaupþingi því að svipta Vífilfelli átöppunarleyfi fengi Þorsteinn M. Jónsson ekki að halda fyrirtækinu áfram. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Rúv.

Um málið er fjallað í Fréttaaukanum sem sýndur er á Rúv í kvöld. Í fréttinni kom fram að ársvelta drykkjarvörufyrirtækja Þorsteins á árinu 2007 hafi verið um fimm milljarðar króna en heildarskuldir sem tengjast félögum í eigu Þorsteins námu um 13 milljörðum króna.

Þá sagði að fulltrúi Coca Cola hefði nánast hótað því að ef gengið yrði að veðum í Vífilfelli myndi Vifilfell verða svipt átöppunarleyfi á flöskum og yrði þannig verðlítið eða nánast verðlaust.

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings sagði að sú staða gæti komið upp að einkaleyfi væri tengt ákveðnum einstaklingum og til þess þyrfti stundum að taka tillit. Hann sagði að ekki væri búið að klára umrætt mál.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×