Föst í viðjum lágt skráðrar krónu 2. desember 2009 04:00 Spáir því að bati efnahagslífsins verði afar hægur. Markaðurinn/róbert „Ég hef lúmskan grun um að þótt það versta verði afstaðið á næsta ári þá verði ekki um snertilendingu að ræða,“ segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. Hann bendir á að það taki aðrar þjóðir sem lendi í gjaldeyris- og bankakreppum að jafnaði þrjú ár að komast í gegnum gjaldeyris- og bankakreppur. „Hún hefur nú staðið yfir hér í eitt ár og því má búast við að tvö ár séu þar til eðlilegu ástandi verði náð,“ segir Snorri og telur að botninn verði að baki næsta ár. Að því loknu taki við hæg uppbygging. Uppbyggingarstarf kunni að taka langan tíma og því verði fólk að vera þolinmótt. „Þetta getur tekið ansi langan tíma enda margar hindranir á veginum.“ Hann hefur jafnframt áhyggjur af beinni og óbeinni skuldastöðu ríkissjóðs. „Skuldir Seðlabankans nema 590 milljörðum króna. Þá er ekki talið með Icesave, sem hljóðar upp á 750 milljarða króna. Ofan á það bætast gjaldeyrislán sem eru að koma á næstunni. Fljótlega má því reikna með að hundrað milljarða gjaldeyrislán bætist ofan á skuldaklafann á næstu vikum. Snorri bendir á að hugsanafeill felist í fréttum af betri heimtum eigna Landsbankans upp í Icesave-skuldina. Skýringin liggi í lágu gengi krónunnar upp á síðkastið. „Í raun varð þetta til að slá ryki í augu fólks. Þótt heimtur vegna Icesave teljist níutíu prósent í dag þá er það út úr kortinu. Heimturnar væru nærri því að vera sjötíu prósent ef gengið væri sterkara. Icesave-málið mun reynast okkur dýrt. En það er lítið annað hægt en að samþykkja samninginn,“ segir Snorri og bendir á að Icesave-skuldbindingar valdi því að krónan megi ekki styrkjast mikið. Gerist það kunni kostnaðurinn að rjúka upp úr öllu valdi. Við séum því eiginlega föst í viðjum lágrar gengisskráningar. Mest lesið Valsarastelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Ég hef lúmskan grun um að þótt það versta verði afstaðið á næsta ári þá verði ekki um snertilendingu að ræða,“ segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. Hann bendir á að það taki aðrar þjóðir sem lendi í gjaldeyris- og bankakreppum að jafnaði þrjú ár að komast í gegnum gjaldeyris- og bankakreppur. „Hún hefur nú staðið yfir hér í eitt ár og því má búast við að tvö ár séu þar til eðlilegu ástandi verði náð,“ segir Snorri og telur að botninn verði að baki næsta ár. Að því loknu taki við hæg uppbygging. Uppbyggingarstarf kunni að taka langan tíma og því verði fólk að vera þolinmótt. „Þetta getur tekið ansi langan tíma enda margar hindranir á veginum.“ Hann hefur jafnframt áhyggjur af beinni og óbeinni skuldastöðu ríkissjóðs. „Skuldir Seðlabankans nema 590 milljörðum króna. Þá er ekki talið með Icesave, sem hljóðar upp á 750 milljarða króna. Ofan á það bætast gjaldeyrislán sem eru að koma á næstunni. Fljótlega má því reikna með að hundrað milljarða gjaldeyrislán bætist ofan á skuldaklafann á næstu vikum. Snorri bendir á að hugsanafeill felist í fréttum af betri heimtum eigna Landsbankans upp í Icesave-skuldina. Skýringin liggi í lágu gengi krónunnar upp á síðkastið. „Í raun varð þetta til að slá ryki í augu fólks. Þótt heimtur vegna Icesave teljist níutíu prósent í dag þá er það út úr kortinu. Heimturnar væru nærri því að vera sjötíu prósent ef gengið væri sterkara. Icesave-málið mun reynast okkur dýrt. En það er lítið annað hægt en að samþykkja samninginn,“ segir Snorri og bendir á að Icesave-skuldbindingar valdi því að krónan megi ekki styrkjast mikið. Gerist það kunni kostnaðurinn að rjúka upp úr öllu valdi. Við séum því eiginlega föst í viðjum lágrar gengisskráningar.
Mest lesið Valsarastelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira