Viðskipti innlent

Almenni lífeyrissjóðurinn hættur við að rukka fyrir séreignarsparnaðinn

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur fallið frá því að innheimta kostnað vegna útborgunar séreignarsjóðs við sérstakar aðstæður. Þóknunin átti að nota til að mæta kostnaði við útborgunina sem felst m.a. í breytingu á tölvukerfum og þóknunar við sölu verðbréfa að því er framkvæmdastjóri sjóðsins segir.

„Í ljósi aðstæðna í samfélaginu nú hefur sjóðurinn hins vegar hætt við að innheimta slíka þóknun," segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×