Viðskipti innlent

Byr tapaði tæpum 29 milljörðum króna

Byr sparisjóður tapaði um 28.881 milljónum króna eftir skatta á árinu 2008. Í fréttatilkynningu frá Byr segir að þar sé um verulegan viðsnúning að ræða frá fyrra ári, þegar hagnaður eftir skatta nam 7.929 milljónum króna Virðisrýrnun útlána, krafna og óefnislegra eigna nam 29.202 milljónum króna.

Eigið fé var 16.213 milljónir króna og eiginfjárhlutfall sparisjóðsins 8,3% og er því innan lögbundinna marka. Þrátt fyrir ágjöfina stendur rekstur Byrs og reyndist meðal annars afar góð afkoma undanfarinna ára mikilvægur liður í vörnum sparisjóðsins. Innlán jukust á árinu um 106% samfara fjölgun viðskiptavina og býr sparisjóðurinn að sterkri lausafjárstöðu. Heildareignir Byrs jukust einnig og námu þær í lok ársins 253.309 milljónum króna, sem jafngildir 37% hækkun frá árinu áður.

Í tilkynningu frá Byr segir að rekstraráætlun sparisjóðsins 2009 geri ráð fyrir jákvæðri afkomu og hefur sparisjóðurinn með hliðsjón af niðurstöðu uppgjörsins allar forsendur til að ná aftur fyrri styrk á næstu árum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×