Viðskipti innlent

AGS segir svigrúm til stýrivaxtalækkunar

Mark Flanagan formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi segir að svigrúm sé að skapast fyrir lækkun stýrivaxta. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi nú fyrir hádegið.

Fram kom í máli hans að verðbólgan væri að lækka hraðar en sjóðurinn hefði gert ráð fyrir og því væri þetta svigrúm til vaxtalækkunar að myndast.

Mark segir að hann hafi ekki áhyggjur af komandi þingkosningum og hann reiknar með að kostnaður vegna kosningaloforð verði innan hæfilegra marka.

Þá segir hann að hugmynd Framsóknarmann um 20% niðurfellingu á húsnæðislánum sé slæm leið til að leysa vanda heimilanna. Hún væri bæði kostnaðarsöm og myndi ekki skila neinum árangri.

Mark reiknar með að endurskipulagningu bankanna verði lokið um mitt þetta ár en það sé eitt mikilvægasta verkefnið sem er framundan.

Fram kom í máli hans að botninum sé ekki náð á Íslandi en viðsnúningur gæti hafist í lok ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×