Viðskipti innlent

SA og VÍ hrauna yfir skattastefnu ríkisstjórnarinnar

„Samtök aðila í atvinnurekstri vara við skattastefnu stjórnvalda, enda vinnur hún gegn markmiðum um endurreisn hagkerfisins, hærra atvinnustigi og uppbyggingu sterks og sjálfbærs velferðarkerfis."

 

Þetta segir m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins (SA) og Viðskiptaráðs Íslands (VÍ) þar sem skattaáform ríkisstjórnarinnar eru harðlega gagnrýnt og þeim fundið flest til foráttu.

 

„Forsætisráðherra hefur boðað skattahækkanir á atvinnulífið, þ.m.t. nýja skatta á borð við orku-, umhverfis- og auðlindaskatta. Þótt ekki liggi fyrir á þessari stundu hvernig þessir skattar verði útfærðir þá er ljóst að eðli þeirra er að skattleggja kostnað fyrirtækjanna og skattgreiðslur verða þar með óháðar afkomu," segir í frétt um yfirlýsinguna á heimasíðu SA.

 

„Slík skattheimta dregur úr samkeppnishæfni fyrirtækjanna gagnvart erlendum keppinautum og möguleikum þeirra til þess að hafa starfsmenn í vinnu og greiða laun. Verði þessum áformum hrint í framkvæmd er veruleg hætta á því að þeir fjárfestingarkostir sem erlend fyrirtæki hafa haft til skoðunar hér á landi verði endurmetnir og hugsanlega slegnir af."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×