Viðræður um samruna Yahoo og Microsoft eru hafnar á nýjan leik en upp úr slitnaði í maraþonviðræðum stjórnenda fyrirtækjanna um samruna þeirra í lok síðasta árs. Jerry Yang, fyrrum forstjóri Yahoo, var þá sakaður um að hafa verið helsti þröskuldurinn sem Microsoft komst ekki yfir þegar fyrirtækið gerði tilboð í Yahoo.
Yang hefur látið af störfum og er Carol Bartz, nýr forstjóri Yahoo. Hún leiðir samningaviðræðurnar fyrir hönd fyrirtækisins við Steven A. Ballmer, forstjóra Microsoft.
Viðræðurnar eru skammt á veg komnar. Í frétt New York Times er fullyrt að óvíst sé á þessari stundu hvort þær muni leiði til samkomulags um samruna fyrirtækjanna.
Samrunaviðræður Yahoo og Microsoft hafnar að nýju
