Viðskipti innlent

Fjármálaeftirlitið skoðar meint peningaþvætti

Gunnar Haraldsson
Gunnar Haraldsson

Fjármálaeftirlitið rannsakar nú ásakanir um peningaþvætti rússneskra einstaklinga og fyrirtækja, sem fram hafa komið nýlega.

Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky hefur haldið því fram í sjónvarpsþætti á Sky-stöðinni, að félagar Vladimírs Pútín forseta hefðu keypt Ísland með þetta í huga. Enda væri hér annað regluverk en í Evrópu. Þessu síðastnefnda hafnar íslenska utanríkisráðuneytið.

„Grunur um peningaþvætti er að sjálfsögðu skoðaður í eftirlitinu," segir Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður FME. - kóþ












Fleiri fréttir

Sjá meira


×