NBA í nótt: Shaq vann Kobe Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2009 09:09 Shaq verst hér Kobe í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Phoenix vann í nótt sigur á LA Lakers, 118-111, þar sem gömlu samherjarnir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant voru í aðalhlutverkum. Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 49 stig en það dugði ekki til. Shaquille O'Neal átti ekki síður góðan leik en hann skoraði 33 stig. Það var annar leikurinn í röð sem hann skorar minnst svo mörg stig en hann var með 45 stig í sigri Phoenix á Toronto á föstudagskvöldið. O'Neal verður 37 ára gamall á föstudaginn og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar, 35 ára og eldri, til að skora minnst 33 stig í tveimur leikjum í röð. Hinir eru Michael Jordan, Karl Malone og Alex English. „Þetta er það sem ég geri," sagði Shaq eftir leikinn. „Ég er búinn að vera að gera þetta síðan 1992. Ef þú trúir mér ekki prófaðu að gúgla mig." „Það eru margir sem héldu að ég væri búinn að missa það. Sem mér finnst hálffyndið. Þegar ég segist vera meiddur trúir mér enginn. En ég var meiddur á síðasta tímabili og nú líður mér nokkuð vel." Matt Barnes bætti við 26 stigum fyrir Phoenix, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Phoenix sem þó lék án Steve Nash sem er frá vegna meiðsla. Pau Gasol var með 30 stig fyrir Lakers sem tapaði sínum öðrum leik í röð en þetta var aðeins í þriðja skiptið á tímabilinu sem það gerist. Houston vann Minnesota, 105-94. Yao Ming var með sautján stig, ellefu fráköst og sex varin skot fyrir Houston. New Orleans vann New Jersey, 99-96. David West var með 32 stig og Chris Paul stal tveimur boltum á lokamínútunni sem færði New Orleans sigur í leiknum. Portland vann San Antonio, 102-84. Brandon Roy og LaMarcus Aldridge voru með 26 stig hvor en Tim Duncan lék með San Antonio á ný í nótt eftir fjarveru vegna meiðsla. Indiana vann Denver, 100-94. Jarrett Jack var með 28 stig og átta stoðsendingar fyrir Indiana og Troy Murphy bætti við 22 stig og tók sautján fráköst. Önnur úrslit næturinnar: Boston - Detroit 95-105 Atlanta - Cleveland 87-88 Dallas - Toronto 109-98 Golden State - Utah 104-112 NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Phoenix vann í nótt sigur á LA Lakers, 118-111, þar sem gömlu samherjarnir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant voru í aðalhlutverkum. Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 49 stig en það dugði ekki til. Shaquille O'Neal átti ekki síður góðan leik en hann skoraði 33 stig. Það var annar leikurinn í röð sem hann skorar minnst svo mörg stig en hann var með 45 stig í sigri Phoenix á Toronto á föstudagskvöldið. O'Neal verður 37 ára gamall á föstudaginn og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar, 35 ára og eldri, til að skora minnst 33 stig í tveimur leikjum í röð. Hinir eru Michael Jordan, Karl Malone og Alex English. „Þetta er það sem ég geri," sagði Shaq eftir leikinn. „Ég er búinn að vera að gera þetta síðan 1992. Ef þú trúir mér ekki prófaðu að gúgla mig." „Það eru margir sem héldu að ég væri búinn að missa það. Sem mér finnst hálffyndið. Þegar ég segist vera meiddur trúir mér enginn. En ég var meiddur á síðasta tímabili og nú líður mér nokkuð vel." Matt Barnes bætti við 26 stigum fyrir Phoenix, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Phoenix sem þó lék án Steve Nash sem er frá vegna meiðsla. Pau Gasol var með 30 stig fyrir Lakers sem tapaði sínum öðrum leik í röð en þetta var aðeins í þriðja skiptið á tímabilinu sem það gerist. Houston vann Minnesota, 105-94. Yao Ming var með sautján stig, ellefu fráköst og sex varin skot fyrir Houston. New Orleans vann New Jersey, 99-96. David West var með 32 stig og Chris Paul stal tveimur boltum á lokamínútunni sem færði New Orleans sigur í leiknum. Portland vann San Antonio, 102-84. Brandon Roy og LaMarcus Aldridge voru með 26 stig hvor en Tim Duncan lék með San Antonio á ný í nótt eftir fjarveru vegna meiðsla. Indiana vann Denver, 100-94. Jarrett Jack var með 28 stig og átta stoðsendingar fyrir Indiana og Troy Murphy bætti við 22 stig og tók sautján fráköst. Önnur úrslit næturinnar: Boston - Detroit 95-105 Atlanta - Cleveland 87-88 Dallas - Toronto 109-98 Golden State - Utah 104-112
NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins