Viðskipti innlent

Fimm starfsmenn Kaupþings hætta í sátt og bróðerni

Fimm starfsmanna Nýja Kaupþings hafa látið af störfum. Þeir láta af störfum í sátt og bróðerni við bankastjóra bankans.

Þeir sem hætt hafa eru Birgir Örn Arnarson, framkvæmdastjóri áhættustýringar, og tveir starfsmenn á því sviði þeir Óskar Haraldsson og Hrafnkell Kárason, Hannes Frímann Hrólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri fjárstýringar- og markaðsviðskipta og Frosti Reyr Rúnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar.

Berghildur Bernharðsdóttir upplýsingafulltrúi Kaupþings segir að ástæðan fyrir því að þessir fimm starfsmenn hætta sé sú mikla breyting sem orðið hefur á störfum þeirra eftir að bankanum var skipt upp í nýja og gamla Kaupþing.

„Núna erum við íslenskur banki númer eitt, tvö og þrjú," segir Berghildur. „En áður var Kaupþing með mikla alþjóðlega starfsemi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×