Er 20% skuldaniðurfelling lausnin? Árni Páll Árnason skrifar 2. mars 2009 06:00 Umræðan Skuldaniðurfelling Við þurfum í kjölfar efnahagshruns að laga skuldabyrði heimila og fyrirtækja að greiðslugetu þeirra og þeirri verðmætasköpun sem líkleg er til að standa undir endurgreiðslu skulda til lengri tíma litið. Vegna almennrar eignabólu í landinu á undanförnum árum er ljóst að verulegar skuldir þarf að afskrifa. Spurning er hvernig það verði best gert. Hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu eru óskynsamlegar og hættulegar efnahagslegum stöðugleika. Slíkar hugmyndir gagnast best þeim sem mest skulda og verðlauna þannig með óeðlilegum hætti óábyrga skuldasöfnun. Þær fela í sér miklar eignatilfærslur, því almenna skuldaniðurfellingu þarf óhjákvæmilega að fjármagna með ríkisframlögum og þannig með sköttum. Það er ekki svo að peningar sem hægt er að nýta í þetta verkefni hafi orðið til úr engu með afslætti frá kröfuhöfum í gömlu bankana við tilfærslu eigna úr gömlum bönkum í nýja. Sá afsláttur er ætlaður til að mæta raunverulegu útlánatapi en ekki til að gera Framsóknarmönnum kleift að gera sumum greiða á kostnað annarra. Ef sá háttur verður hafður á munu erlendir kröfuhafa auðvitað með réttu kalla eftir riftun þeirra skuldaskila sem þeim yrði gert að sæta að þessu leyti. Þá er líka ósvarað spurningunni hvers vegna maður sem skuldar 150 milljónir eigi að fá 30 milljónir af almannafé í meðgjöf, en maður sem skuldar 25 milljónir í hóflegri íbúð að fá 5 milljónir af almannafé? Leið þessi leysir heldur ekki úr vanda þess sem fyrr var nefndur og tryggir ekki úrlausn vanda fólks sem ekki getur greitt af hóflegri íbúð vegna atvinnumissis annarar eða beggja fyrirvinna. Eftir sem áður getur sá hópur staðið frammi fyrir fjöldagjaldþroti. Þess vegna þarf raunverulegt úrræði á borð við greiðsluaðlögun, til að auðvelda sem flestum að standa við skuldbindingar sínar. Eftirgjafarleiðin er því villuleið. Hún kann að henta sendisveinum stóreignahópa í Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en hún gagnast ekki venjulegu fólki. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Skuldaniðurfelling Við þurfum í kjölfar efnahagshruns að laga skuldabyrði heimila og fyrirtækja að greiðslugetu þeirra og þeirri verðmætasköpun sem líkleg er til að standa undir endurgreiðslu skulda til lengri tíma litið. Vegna almennrar eignabólu í landinu á undanförnum árum er ljóst að verulegar skuldir þarf að afskrifa. Spurning er hvernig það verði best gert. Hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu eru óskynsamlegar og hættulegar efnahagslegum stöðugleika. Slíkar hugmyndir gagnast best þeim sem mest skulda og verðlauna þannig með óeðlilegum hætti óábyrga skuldasöfnun. Þær fela í sér miklar eignatilfærslur, því almenna skuldaniðurfellingu þarf óhjákvæmilega að fjármagna með ríkisframlögum og þannig með sköttum. Það er ekki svo að peningar sem hægt er að nýta í þetta verkefni hafi orðið til úr engu með afslætti frá kröfuhöfum í gömlu bankana við tilfærslu eigna úr gömlum bönkum í nýja. Sá afsláttur er ætlaður til að mæta raunverulegu útlánatapi en ekki til að gera Framsóknarmönnum kleift að gera sumum greiða á kostnað annarra. Ef sá háttur verður hafður á munu erlendir kröfuhafa auðvitað með réttu kalla eftir riftun þeirra skuldaskila sem þeim yrði gert að sæta að þessu leyti. Þá er líka ósvarað spurningunni hvers vegna maður sem skuldar 150 milljónir eigi að fá 30 milljónir af almannafé í meðgjöf, en maður sem skuldar 25 milljónir í hóflegri íbúð að fá 5 milljónir af almannafé? Leið þessi leysir heldur ekki úr vanda þess sem fyrr var nefndur og tryggir ekki úrlausn vanda fólks sem ekki getur greitt af hóflegri íbúð vegna atvinnumissis annarar eða beggja fyrirvinna. Eftir sem áður getur sá hópur staðið frammi fyrir fjöldagjaldþroti. Þess vegna þarf raunverulegt úrræði á borð við greiðsluaðlögun, til að auðvelda sem flestum að standa við skuldbindingar sínar. Eftirgjafarleiðin er því villuleið. Hún kann að henta sendisveinum stóreignahópa í Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en hún gagnast ekki venjulegu fólki. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun