Vonar að tapið kveiki í KR fyrir úrslitaleikinn 11. febrúar 2009 20:44 Benedikt Guðmundsson Benedikt Guðmundsson þjálfari KR segir stemminguna í herbúðum liðsins mjög góða þrátt fyrir að það hafi tapað sínum fyrsta og eina leik í vetur í Grindavík á mánudagskvöldið. Vísir náði tali af Benedikt þegar hann kom af æfingu í kvöld og spurði hann út í tapið í Grindavík og bikarúrslitaleikinn við Stjörnuna á sunnudaginn kemur. "Við erum ekkert að gráta það þó einn leikur tapist. Auðvitað mættum við í leikinn gegn Grindavík til að vinna, en við vorum bara að spila við sterkt lið á útivelli og þeir voru sterkari þetta kvöldið," sagði Benedikt. Hann á von á því að tapleikurinn á mánudaginn verði til að kveikja í hans mönnum og gera þá enn ákveðnari í að vinna bikarinn um helgina. "Ég lít samt þannig á það að þetta sé ekkert svakalega slæmt, því þetta heldur mönnum á tánum og nú fæ ég mína menn væntanlega froðufellandi í úrslitaleikinn í bikarnum á sunnudaginn. Ég hafði verið smá áhyggjur af því að ná að gíra menn upp fyrir úrslitaleikinn, en ég fann það á æfingu núna í kvöld að þetta tap herti menn bara upp og kveikti í þeim," sagði þjálfarinn. "Það er fyrir öllu að tapa ekki bikarleikjum, því maður kvittar ekkert fyrir það. Ég er mjög ánægður að það var ekki bikarleikur sem við vorum að tapa, því það hefði verið mjög slæmt að vera taplausir í allan þennan tíma en detta svo út úr bikar. Það var því mjög gott að ná að klára Grindavík í bikarnum um daginn. Við getum alltaf bætt fyrir þetta tap í deildinni og við dettum ekkert í þunglyndi þó við töpum einum leik" sagði Benedikt. Það er Stjarnan sem verður mótherji KR í úrslitaleiknum á sunnudaginn og ljóst að Garðbæingar eru sýnd veiði en ekki gefin. Liðið hefur verið á mjög góðu skriði síðan Teitur Örlygsson tók við stjórnartaumunum og Benedikt á von á hörkuleik. "Við erum auðvitað að fara að mæta hörkuliði sem hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum. Stjarnan hefur verið að sýna það núna eftir áramót að það er mikil stemming hjá þeim og þeir eru með mjög gott lið." Dominos-deild karla Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR segir stemminguna í herbúðum liðsins mjög góða þrátt fyrir að það hafi tapað sínum fyrsta og eina leik í vetur í Grindavík á mánudagskvöldið. Vísir náði tali af Benedikt þegar hann kom af æfingu í kvöld og spurði hann út í tapið í Grindavík og bikarúrslitaleikinn við Stjörnuna á sunnudaginn kemur. "Við erum ekkert að gráta það þó einn leikur tapist. Auðvitað mættum við í leikinn gegn Grindavík til að vinna, en við vorum bara að spila við sterkt lið á útivelli og þeir voru sterkari þetta kvöldið," sagði Benedikt. Hann á von á því að tapleikurinn á mánudaginn verði til að kveikja í hans mönnum og gera þá enn ákveðnari í að vinna bikarinn um helgina. "Ég lít samt þannig á það að þetta sé ekkert svakalega slæmt, því þetta heldur mönnum á tánum og nú fæ ég mína menn væntanlega froðufellandi í úrslitaleikinn í bikarnum á sunnudaginn. Ég hafði verið smá áhyggjur af því að ná að gíra menn upp fyrir úrslitaleikinn, en ég fann það á æfingu núna í kvöld að þetta tap herti menn bara upp og kveikti í þeim," sagði þjálfarinn. "Það er fyrir öllu að tapa ekki bikarleikjum, því maður kvittar ekkert fyrir það. Ég er mjög ánægður að það var ekki bikarleikur sem við vorum að tapa, því það hefði verið mjög slæmt að vera taplausir í allan þennan tíma en detta svo út úr bikar. Það var því mjög gott að ná að klára Grindavík í bikarnum um daginn. Við getum alltaf bætt fyrir þetta tap í deildinni og við dettum ekkert í þunglyndi þó við töpum einum leik" sagði Benedikt. Það er Stjarnan sem verður mótherji KR í úrslitaleiknum á sunnudaginn og ljóst að Garðbæingar eru sýnd veiði en ekki gefin. Liðið hefur verið á mjög góðu skriði síðan Teitur Örlygsson tók við stjórnartaumunum og Benedikt á von á hörkuleik. "Við erum auðvitað að fara að mæta hörkuliði sem hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum. Stjarnan hefur verið að sýna það núna eftir áramót að það er mikil stemming hjá þeim og þeir eru með mjög gott lið."
Dominos-deild karla Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti