Vonar að tapið kveiki í KR fyrir úrslitaleikinn 11. febrúar 2009 20:44 Benedikt Guðmundsson Benedikt Guðmundsson þjálfari KR segir stemminguna í herbúðum liðsins mjög góða þrátt fyrir að það hafi tapað sínum fyrsta og eina leik í vetur í Grindavík á mánudagskvöldið. Vísir náði tali af Benedikt þegar hann kom af æfingu í kvöld og spurði hann út í tapið í Grindavík og bikarúrslitaleikinn við Stjörnuna á sunnudaginn kemur. "Við erum ekkert að gráta það þó einn leikur tapist. Auðvitað mættum við í leikinn gegn Grindavík til að vinna, en við vorum bara að spila við sterkt lið á útivelli og þeir voru sterkari þetta kvöldið," sagði Benedikt. Hann á von á því að tapleikurinn á mánudaginn verði til að kveikja í hans mönnum og gera þá enn ákveðnari í að vinna bikarinn um helgina. "Ég lít samt þannig á það að þetta sé ekkert svakalega slæmt, því þetta heldur mönnum á tánum og nú fæ ég mína menn væntanlega froðufellandi í úrslitaleikinn í bikarnum á sunnudaginn. Ég hafði verið smá áhyggjur af því að ná að gíra menn upp fyrir úrslitaleikinn, en ég fann það á æfingu núna í kvöld að þetta tap herti menn bara upp og kveikti í þeim," sagði þjálfarinn. "Það er fyrir öllu að tapa ekki bikarleikjum, því maður kvittar ekkert fyrir það. Ég er mjög ánægður að það var ekki bikarleikur sem við vorum að tapa, því það hefði verið mjög slæmt að vera taplausir í allan þennan tíma en detta svo út úr bikar. Það var því mjög gott að ná að klára Grindavík í bikarnum um daginn. Við getum alltaf bætt fyrir þetta tap í deildinni og við dettum ekkert í þunglyndi þó við töpum einum leik" sagði Benedikt. Það er Stjarnan sem verður mótherji KR í úrslitaleiknum á sunnudaginn og ljóst að Garðbæingar eru sýnd veiði en ekki gefin. Liðið hefur verið á mjög góðu skriði síðan Teitur Örlygsson tók við stjórnartaumunum og Benedikt á von á hörkuleik. "Við erum auðvitað að fara að mæta hörkuliði sem hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum. Stjarnan hefur verið að sýna það núna eftir áramót að það er mikil stemming hjá þeim og þeir eru með mjög gott lið." Dominos-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR segir stemminguna í herbúðum liðsins mjög góða þrátt fyrir að það hafi tapað sínum fyrsta og eina leik í vetur í Grindavík á mánudagskvöldið. Vísir náði tali af Benedikt þegar hann kom af æfingu í kvöld og spurði hann út í tapið í Grindavík og bikarúrslitaleikinn við Stjörnuna á sunnudaginn kemur. "Við erum ekkert að gráta það þó einn leikur tapist. Auðvitað mættum við í leikinn gegn Grindavík til að vinna, en við vorum bara að spila við sterkt lið á útivelli og þeir voru sterkari þetta kvöldið," sagði Benedikt. Hann á von á því að tapleikurinn á mánudaginn verði til að kveikja í hans mönnum og gera þá enn ákveðnari í að vinna bikarinn um helgina. "Ég lít samt þannig á það að þetta sé ekkert svakalega slæmt, því þetta heldur mönnum á tánum og nú fæ ég mína menn væntanlega froðufellandi í úrslitaleikinn í bikarnum á sunnudaginn. Ég hafði verið smá áhyggjur af því að ná að gíra menn upp fyrir úrslitaleikinn, en ég fann það á æfingu núna í kvöld að þetta tap herti menn bara upp og kveikti í þeim," sagði þjálfarinn. "Það er fyrir öllu að tapa ekki bikarleikjum, því maður kvittar ekkert fyrir það. Ég er mjög ánægður að það var ekki bikarleikur sem við vorum að tapa, því það hefði verið mjög slæmt að vera taplausir í allan þennan tíma en detta svo út úr bikar. Það var því mjög gott að ná að klára Grindavík í bikarnum um daginn. Við getum alltaf bætt fyrir þetta tap í deildinni og við dettum ekkert í þunglyndi þó við töpum einum leik" sagði Benedikt. Það er Stjarnan sem verður mótherji KR í úrslitaleiknum á sunnudaginn og ljóst að Garðbæingar eru sýnd veiði en ekki gefin. Liðið hefur verið á mjög góðu skriði síðan Teitur Örlygsson tók við stjórnartaumunum og Benedikt á von á hörkuleik. "Við erum auðvitað að fara að mæta hörkuliði sem hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum. Stjarnan hefur verið að sýna það núna eftir áramót að það er mikil stemming hjá þeim og þeir eru með mjög gott lið."
Dominos-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira