Hinir ofurríku tapa mest á fjármálakreppunni 25. júní 2009 11:31 Fjöldi ofurríkra einstaklinga hefur minnkað um fjórðung í fjármálakreppunni og þar með hefur dregið úr sannleika kenningarinnar um að hinir ríku haldi betur á fjármunum sínum en aðrir. Í umfjöllun Financial Times um málið er vitnað í nýja skýrslu, World Wealth Report, sem gefin er út árlega af Capgemini og Merrill Lynch. Þar segir að hinum ofurríku, þ.e. fólki sem á 30 milljónir dollara eða 3,8 milljarða kr., hafi fækkað um tæp 25% á síðasta ári og eru þeir nú 78.000 talsins á heimsvísu. Þetta er töluvert meiri hlutfallsleg fækkun en hjá þeim sem eru dollaramilljónamæringar í heiminum. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær fækkaði þeim um tæp 15% í fyrra. Þetta þýðir að fjölgun þessara auðmanna í báðum hópunum frá árinu 2005 hefur þurrkast út. Milljóna og milljarðamæringar eru sem fyrr flestir í Bandaríkjunum. Hinsvegar hefur þeim fjölgað verulega í Kína á undanförnum árum sem eiga meir en milljón dollara í fórum sínum. Voru þeir 364.000 talsins í fyrra. Var það í fyrsta sinn í sögunni sem þeir verða fleiri talsins en í Bretlandi. Breskir dollaramilljónamæringar í fyrra voru 362.000 talsins og fækkaði þeim um 131.000 á árinu. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjöldi ofurríkra einstaklinga hefur minnkað um fjórðung í fjármálakreppunni og þar með hefur dregið úr sannleika kenningarinnar um að hinir ríku haldi betur á fjármunum sínum en aðrir. Í umfjöllun Financial Times um málið er vitnað í nýja skýrslu, World Wealth Report, sem gefin er út árlega af Capgemini og Merrill Lynch. Þar segir að hinum ofurríku, þ.e. fólki sem á 30 milljónir dollara eða 3,8 milljarða kr., hafi fækkað um tæp 25% á síðasta ári og eru þeir nú 78.000 talsins á heimsvísu. Þetta er töluvert meiri hlutfallsleg fækkun en hjá þeim sem eru dollaramilljónamæringar í heiminum. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær fækkaði þeim um tæp 15% í fyrra. Þetta þýðir að fjölgun þessara auðmanna í báðum hópunum frá árinu 2005 hefur þurrkast út. Milljóna og milljarðamæringar eru sem fyrr flestir í Bandaríkjunum. Hinsvegar hefur þeim fjölgað verulega í Kína á undanförnum árum sem eiga meir en milljón dollara í fórum sínum. Voru þeir 364.000 talsins í fyrra. Var það í fyrsta sinn í sögunni sem þeir verða fleiri talsins en í Bretlandi. Breskir dollaramilljónamæringar í fyrra voru 362.000 talsins og fækkaði þeim um 131.000 á árinu.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira