Innlent

Með kannabisefni í bílnum

Tveir piltar um tvítugt hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa í fórum sínum nokkuð af kannabisefnum, þar sem þeir voru farþegar í bíl á Suðurlandsvegi.

Þeir mættu ekki fyrir dóminn og mega því búast við að dómur gangi að þeim fjarstöddum.

Sama máli gegnir um konu á fertugsaldri sem tekin var á bíl sínum, óhæf til að stjórna honum vegna fíkniefnaneyslu. Skömmu síðar var hún svo tekin aftur og þá réttindalaus. Hún mætti ekki og má samt sem áður búast við dómi í máli sínu. Þessi tvö mál tengjast ekki. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×