Innlent

Heitur reitur í óbyggðum

Í miðri á Nú býðst mönnum aðstoð við að fara yfir Krossá en það getur reynst ókunnugum hin þyngsta þraut.
mynd/jak
Í miðri á Nú býðst mönnum aðstoð við að fara yfir Krossá en það getur reynst ókunnugum hin þyngsta þraut. mynd/jak

Frá og með deginum í gær er hægt að nettengjast í Húsadal í Þórsmörk.

„Við erum hér í beinni sjónlínu við Fljótshlíð og vorum viss um að fyrst það er símasamband þar hlyti að vera hægt að koma nettengingu hingað," segir Ragnheiður Hauksdóttir, staðarhaldari í Húsadal. Því var settur upp sendir í Fljótshlíðinni og móttakari í Þórsmörk sem tekinn var í notkun í gær. Heitur reitur verður í skálanum í Húsadal sem þýðir að fólk fær þráðlausa nettengingu fyrir fartölvur sínar.

En vill fólk ekki vera laust við nútímatækni á þessum stað? „Nei, fólk vill geta komist í samband, til dæmis þeir sem eru að taka myndir vilja getað hlaðið þeim inn á síður sínar meðan þeir eru hérna," segir staðarhaldarinn.

Enn ein nýjung hefur orðið til að tengja Húsadalinn frekar við umheiminn.

„Það hefur verið svo mikill hræðsluáróður gagnvart Krossánni að við ákváðum að bjóða fólki upp á það að hringja í okkur þegar það kemur að ánni en þá sendum við bíl sem getur lóðsað ökumenn yfir ána eða þá að bílstjóri frá okkur keyrir bíl gestanna yfir. Það eru talsvert margir búnir að nýta sér þetta.

- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×