Viðskipti innlent

Í miðlunarkerfi Reuters kostar evran 230-250 krónur

Gengi krónunnar á erlendum markaði hefur verið tiltölulega stöðugt síðustu daga. Var evran þannig skráð í miðlunarkerfi Reuters í um 230 krónum í gær og hljóða tilboðin í miðlunarkerfinu upp á 230-250 krónur í morgun.

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að gengi krónunnar á erlendum mörkuðum sé hins vegar það lægsta frá janúarlokum og hefur bilið á milli gengisins þar og á hinum innlenda millibankamarkaði verið að aukast á síðustu vikum.

Bendir það til þess að afar erfitt sé að nýta þá hagnaðarmöguleika sem til staðar eru vegna ólíks gengis. Rétt er að geta þess að viðskiptin á erlendum markaði með krónuna eru strjál og veltan frekar lítil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×