Viðskipti innlent

Spjótin beinast að stjórnvöldum

Finnur Oddsson
Finnur Oddsson

„Þetta er allt of skammt farið, því miður, og veldur verulegum vonbrigðum," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um hundrað punkta lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands í gær.

„Í ljósi þess hve augljós þörf er á frekari lækkun vaxta fyrir atvinnulíf og heimili almennt, sýnir þetta skref líklega fyrst og fremst óánægju Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með framvindu í mikilvægum málum sem þeir telja forsendu frekari vaxtalækkana," bætir hann við og vísar þar til áætlunar um fjármál hins opinbera og endurreisn bankakerfisins.

Finnur segir flesta átta sig á að samband vaxta og gengis hafi rofnað, eða jafnvel snúist við. „Og því virðist afstaða sjóðsins til vaxtamála hér notuð til að pressa á stjórnvöld um framgang þessara mála, sem hafa dregist allt of lengi.

Spjótin beinast því að stjórnvöldum að gera grein fyrir áætlunum og hefja framkvæmd þeirra."- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×