Fótbolti

Rijkaard tekur við Galatasaray

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frank Rijkaard.
Frank Rijkaard. Nordic Photos/Getty Images

Hollendingurinn Frank Rijkaard hefur verið ráðinn þjálfari hjá tyrkneska stórliðinu Galatasaray. Rijkaard mun skrifa undir tveggja ára samning við félagið.

Þetta er fyrsta starf Rijkaards síðan hann hætti með Barcelona fyrir ári síðan.

Honum er ætlað að lyfta Galatasaray til vegs og virðingar á nýjan leik en síðasta leiktíð olli miklum vonbrigðum þar sem félagið náði aðeins fimmta sæti í deildinni. Það telst engan veginn ásættanlegt á þeim bænum.

Rijkaard flýgur til Tyrklands í dag til þess að skrifa undir samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×