Viðskipti innlent

Ríkið mögulega að fara á mis við milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skúli Eggert Þórðarson segir að ríkisskattstjóri sé að kanna málið. Mynd/ Sigurður Jökull.
Skúli Eggert Þórðarson segir að ríkisskattstjóri sé að kanna málið. Mynd/ Sigurður Jökull.
Mögulegt er að ríkið hafi farið á mis við tugi milljarða króna vegna þess að fyrirtæki hafi frestað skattgreiðslum vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa án heimildar.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Morgunblaðið í dag að málið sé til athugunar hjá embættinu. Hlutabréfahagnaður er skattskyldur hjá félögum þar sem hann fellur að aðalstarfsemi og er það mat ríkisskattstjóra að almennar reglur um söluhagnað og tap gildi ekki hjá félögum sem stunda þá meginstarfsemi að kaupa og selja hlutabréf.

Mörg þeirra félaga sem frestuðu skattgreiðslunum eru gjaldþrota í dag, að sögn Morgunblaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×