Viðskipti innlent

Verðbólgan á Íslandi margföld á við Evrópuríki

Verðbólgan á Íslandi mældist 16,0% í ágúst og er sú langhæsta meðal ríkja evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Að meðaltali er verðbólgan nú um 0,6% meðal ríkja EES en -0,2% meðal ríkja evru svæðisins.

 

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þó verðbólgan sé há hefur hún lækkað stöðugt hér á landi frá byrjun árs, Verðbólgan á Íslandi mældist 16,0% í ágúst og er sú langhæsta meðal ríkja evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs.

 

Að meðaltali er verðbólgan nú um 0,6% meðal ríkja EES en -0,2% meðal ríkja evru svæðisins. Þó verðbólgan sé há hefur hún lækkað stöðugt hér á landi frá byrjun árs, en í janúar var hún 21,9% á mælikvarða samræmdrar vísitölu neysluverðs. Frá fyrri mánuð hækkaði verðbólgan um 0,7% á Íslandi en um 0,3% að meðaltali innan ríkja EES og evru svæðisins. Þetta kom fram á vefsíðu Evrópsku hagstofunnar (Eurostat) í gær.

 

Að Íslandi undanskildu, mældist verðbólga hæst í Ungverjalandi, um 5%, þar á eftir koma Rúmenía, um 4,9% og svo Pólland, um 4,3%. Verulega hefur dregið úr verðbólgu innan EES svæðisins undanfarið og fer þeim löndum fjölgandi sem upplifa ástand verðhjöðnunar. Í ágúst mældist verðhjöðnunin mest á Írlandi, um -2,4%, þar á eftir Bandaríkin, um -1,5% og því næst Portúgal, um -1,2%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×