Dollarinn hefur lækkað nokkuð gagnvart krónunni 17. september 2009 12:35 Bandaríkjadollar hefur lækkað um tæpar 3 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði undanfarnar tvær vikur. Á sama tíma hefur verð evru hækkað um 2 kr. Gengi evru gagnvart dollara hefur hækkað mikið undanfarið og náði í morgun sínu hæsta gildi undanfarið ár, þegar evran var seld á 1,477 dollara. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að lækkun dollarans á alþjóðlegum mörkuðum tengist minnkandi áhættufælni fjárfesta samfara því að vísbendingum fjölgar um að botni kreppunnar sem skekið hefur heimsbyggðina undanfarin misseri sé nú náð. Hækkandi verð á hlutabréfum og hrávöru á heimsvísu á sér sömu rætur og hefur blásið enn frekari vindi í segl áhættusækinna fjárfesta. Þessi þróun endurspeglast í áhættukvörðum á borð við skuldatryggingaálag, sem hefur almennt lækkað verulega undanfarið. Til dæmis má nefna að ITRAXX Europe vísitalan, sem mælir skuldatryggingaálag stórra evrópskra fyrirtækja, náði í gær sínu lægsta gildi frá júní 2008. Þess má raunar geta að samkvæmt Bloomberg var skuldatryggingaálag á íslenska ríkið í gær 378 punktar, (er komið í 373 punkta á hádegi, innsk. blm). Er álagið þar með loks orðið lægra en það var síðustu daga fyrir tilkynningu Seðlabankans um áformaða yfirtöku Glitnis fyrir tæpu ári síðan, en í kjölfar þeirrar tilkynningar tvöfaldaðist skuldatryggingaálag á ríkissjóð á fáeinum dögum. Undanfarna fimm mánuði hefur gengi Bandaríkjadollara gagnvart krónu hreyfst mun minna en gengi evru gagnvart krónunni. Frá miðjum apríl hefur dollarinn þannig lækkað úr 127,5 kr. í 123,5 kr. þótt sveiflur hafi verið nokkrar í millitíðinni. Verð evru í krónum hefur hins vegar hækkað úr 167,5 kr. í 181,5 kr., eða um 8%, á sama tíma. Greinendur á erlendum mörkuðum eru margir hverjir þeirrar skoðunar að dollarinn muni veikjast frekar gagnvart helstu gjaldmiðlum á næstunni. Reyndar er sú athyglisverða staða komin upp að dollarinn, sem til skamms tíma var afar vinsæl fjárfestingarmynt fyrir vaxtamunarviðskipti fjármögnuð í japönsku jeni, er nú sjálfur orðinn vinsæl fjármögnunarmynt fyrir vaxtamunarviðskipti þar sem ávaxtað er í hávaxtamyntum á borð við brasilíska realinn og s-afríska randið. Fjárflæði vegna þessara viðskipta og minni þörf fjárfesta fyrir skjólið af stærstu forðamynt heims eru einmitt helstu áhrifaþættir á lækkun dollarans undanfarið. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bandaríkjadollar hefur lækkað um tæpar 3 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði undanfarnar tvær vikur. Á sama tíma hefur verð evru hækkað um 2 kr. Gengi evru gagnvart dollara hefur hækkað mikið undanfarið og náði í morgun sínu hæsta gildi undanfarið ár, þegar evran var seld á 1,477 dollara. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að lækkun dollarans á alþjóðlegum mörkuðum tengist minnkandi áhættufælni fjárfesta samfara því að vísbendingum fjölgar um að botni kreppunnar sem skekið hefur heimsbyggðina undanfarin misseri sé nú náð. Hækkandi verð á hlutabréfum og hrávöru á heimsvísu á sér sömu rætur og hefur blásið enn frekari vindi í segl áhættusækinna fjárfesta. Þessi þróun endurspeglast í áhættukvörðum á borð við skuldatryggingaálag, sem hefur almennt lækkað verulega undanfarið. Til dæmis má nefna að ITRAXX Europe vísitalan, sem mælir skuldatryggingaálag stórra evrópskra fyrirtækja, náði í gær sínu lægsta gildi frá júní 2008. Þess má raunar geta að samkvæmt Bloomberg var skuldatryggingaálag á íslenska ríkið í gær 378 punktar, (er komið í 373 punkta á hádegi, innsk. blm). Er álagið þar með loks orðið lægra en það var síðustu daga fyrir tilkynningu Seðlabankans um áformaða yfirtöku Glitnis fyrir tæpu ári síðan, en í kjölfar þeirrar tilkynningar tvöfaldaðist skuldatryggingaálag á ríkissjóð á fáeinum dögum. Undanfarna fimm mánuði hefur gengi Bandaríkjadollara gagnvart krónu hreyfst mun minna en gengi evru gagnvart krónunni. Frá miðjum apríl hefur dollarinn þannig lækkað úr 127,5 kr. í 123,5 kr. þótt sveiflur hafi verið nokkrar í millitíðinni. Verð evru í krónum hefur hins vegar hækkað úr 167,5 kr. í 181,5 kr., eða um 8%, á sama tíma. Greinendur á erlendum mörkuðum eru margir hverjir þeirrar skoðunar að dollarinn muni veikjast frekar gagnvart helstu gjaldmiðlum á næstunni. Reyndar er sú athyglisverða staða komin upp að dollarinn, sem til skamms tíma var afar vinsæl fjárfestingarmynt fyrir vaxtamunarviðskipti fjármögnuð í japönsku jeni, er nú sjálfur orðinn vinsæl fjármögnunarmynt fyrir vaxtamunarviðskipti þar sem ávaxtað er í hávaxtamyntum á borð við brasilíska realinn og s-afríska randið. Fjárflæði vegna þessara viðskipta og minni þörf fjárfesta fyrir skjólið af stærstu forðamynt heims eru einmitt helstu áhrifaþættir á lækkun dollarans undanfarið.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira