Umboðsmaður Alþingis: Ákæruvaldið braut á ökufanti Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 2. júlí 2009 16:42 Bílferð mannsins lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Mynd/Egill Umboðsmaður Alþingis álítur að brotið hafi verið á ökumanni sem handtekinn var fyrir rúmri viku eftir að hafa keyrt á slökkvistöðina í Skógarhlíð og nærstaddar bifreiðar. Skemmdarverkin vann maðurinn undir áhrifum áfengis þegar rann á hann æði vegna framkomu lögreglu í sinn garð. Hann hafði sakað lögregluna um að aðhafast ekki vegna þjófnaðar sem hann varð fyrir. Samkvæmt umboðsmanni Alþingis braut ákæruvaldið vissulega á manninum. Langur aðdragandi Málið sem umboðsmaðurinn hafði til meðferðar á sér langan aðdraganda og rekur upphaf sitt til sumarsins 2006. Þá hafði maðurinn leigt húsnæði og bjó þar þegar til stóð að selja húsnæðið. Aðeins hafði munnlegur leigusamningur verið gerður og voru áhöld um hversu lengi samningstímabilið stóð. Seljandinn krafðist þess að maðurinn yfirgæfi húsið svo hægt væri að afhenda kaupandanum það, en hann varð ekki við þeirri kröfu. Greip seljandinn þá til þess ráðs að flytja hann út með valdi, fjarlægði allar eigur hans úr húsnæðinu og læsti þær í geymslu. Vill að ríkissaksóknari endurskoði málið Gertæki þetta kærði maðurinn. Lögregla lét málið hins vegar niður falla á þeim forsendum að það væri einkaréttarlegs eðlis. Skaut maðurinn þá málinu til ríkissaksóknara, sem neitaði að endurskoða ákvörðun lögreglu því kærufrestur málsins var liðinn. Það var þessi ákvörðun ríkissaksóknara sem maðurinn kvartaði undan til umboðsmanns Alþingis, og komst hann að þeirri niðurstöðu að ríkissaksóknara bar að endurskoða málið. Lögfræðingur mannsins hefur ítrekað þá beiðni eftir að álit umboðsmanns féll. Búinn að tapa aleigunni á málinu Að sögn mannsins hefur hann eytt um 700 þúsund krónum í að leita réttar síns í málinu og hefur ekki ennþá fengið eigur sínar til baka. "Ég er náttúrulega búinn að tapa aleigunni í þessu máli," segir hann. Aðspurður hvort hann sé ánægður með álit umboðsmanns svarar hann: „Er þetta ekki viðurkenning um að það sé verið að brjóta á mér lög? En þá er bara spurningin - skiptir það einhverju máli? Þeir virðast bara mega haga sér eftir eigin geðþótta." Tengdar fréttir Ökufantur iðrast innilega „Það er náttúrulega hrikalegt hvernig fór þennan dag," segir 35 ára ökumaður sem handtekinn var fyrir viku eftir að hafa keyrt á slökkvistöðina við Skógarhlíð og fjölda bíla. 30. júní 2009 17:54 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis álítur að brotið hafi verið á ökumanni sem handtekinn var fyrir rúmri viku eftir að hafa keyrt á slökkvistöðina í Skógarhlíð og nærstaddar bifreiðar. Skemmdarverkin vann maðurinn undir áhrifum áfengis þegar rann á hann æði vegna framkomu lögreglu í sinn garð. Hann hafði sakað lögregluna um að aðhafast ekki vegna þjófnaðar sem hann varð fyrir. Samkvæmt umboðsmanni Alþingis braut ákæruvaldið vissulega á manninum. Langur aðdragandi Málið sem umboðsmaðurinn hafði til meðferðar á sér langan aðdraganda og rekur upphaf sitt til sumarsins 2006. Þá hafði maðurinn leigt húsnæði og bjó þar þegar til stóð að selja húsnæðið. Aðeins hafði munnlegur leigusamningur verið gerður og voru áhöld um hversu lengi samningstímabilið stóð. Seljandinn krafðist þess að maðurinn yfirgæfi húsið svo hægt væri að afhenda kaupandanum það, en hann varð ekki við þeirri kröfu. Greip seljandinn þá til þess ráðs að flytja hann út með valdi, fjarlægði allar eigur hans úr húsnæðinu og læsti þær í geymslu. Vill að ríkissaksóknari endurskoði málið Gertæki þetta kærði maðurinn. Lögregla lét málið hins vegar niður falla á þeim forsendum að það væri einkaréttarlegs eðlis. Skaut maðurinn þá málinu til ríkissaksóknara, sem neitaði að endurskoða ákvörðun lögreglu því kærufrestur málsins var liðinn. Það var þessi ákvörðun ríkissaksóknara sem maðurinn kvartaði undan til umboðsmanns Alþingis, og komst hann að þeirri niðurstöðu að ríkissaksóknara bar að endurskoða málið. Lögfræðingur mannsins hefur ítrekað þá beiðni eftir að álit umboðsmanns féll. Búinn að tapa aleigunni á málinu Að sögn mannsins hefur hann eytt um 700 þúsund krónum í að leita réttar síns í málinu og hefur ekki ennþá fengið eigur sínar til baka. "Ég er náttúrulega búinn að tapa aleigunni í þessu máli," segir hann. Aðspurður hvort hann sé ánægður með álit umboðsmanns svarar hann: „Er þetta ekki viðurkenning um að það sé verið að brjóta á mér lög? En þá er bara spurningin - skiptir það einhverju máli? Þeir virðast bara mega haga sér eftir eigin geðþótta."
Tengdar fréttir Ökufantur iðrast innilega „Það er náttúrulega hrikalegt hvernig fór þennan dag," segir 35 ára ökumaður sem handtekinn var fyrir viku eftir að hafa keyrt á slökkvistöðina við Skógarhlíð og fjölda bíla. 30. júní 2009 17:54 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Ökufantur iðrast innilega „Það er náttúrulega hrikalegt hvernig fór þennan dag," segir 35 ára ökumaður sem handtekinn var fyrir viku eftir að hafa keyrt á slökkvistöðina við Skógarhlíð og fjölda bíla. 30. júní 2009 17:54
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent