Hvers vegna er Icesave-samningurinn góður? Björn Valur Gíslason skrifar 2. júlí 2009 04:30 Í öllu því sem sagt hefur verið og skrifað um Icesave hef ég enn ekki fundið rök fyrir því að hinn íslenski tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta eigi ekki að greiða þær skuldir sem til var stofnað af Landsbankanum vegna Icesave. Þvert á móti er ég ekki í nokkrum vafa að okkur beri að standa við þær skuldbindingar sem á okkur voru lagðar með jafn ógeðfelldum hætti og raunin er. Icesave-reikningarnir voru stofnaðir af Landsbankanum vegna þess að hann var kominn í vandræði með að endurfjármagna gríðarmiklar skuldir sínar. Með því að yfirbjóða í vaxtakjörum á innlánsreikningum náði bankinn að lokka til sín fleiri sparifjáreigendur en íbúafjöldi Íslands er. Liður í að markaðssetja þessa reikninga var að tiltaka sérstaklega á heimasíðu þeirra að allir sparifjáreigendur væru varðir af íslenska tryggingarsjóðnum og því þyrftu menn lítið að óttast ef allt færi á versta veg. Við þessar aðstæður hefði verið ástæða af íslenskum stjórnvöldum og eftirlitsaðilum að bregðast við en það var ekki gert, þrátt fyrir ábendingar frá hollenskum og breskum yfirvöldum þess efnis. Einhverjir segja að það sé samt þannig að okkur beri ekki skylda til að greiða þá lágmarkstryggingu sem lofað var. Svoleiðis málflutning er hins vegar mjög erfitt að skilja vegna þess að það er ekki hægt að líta fram hjá sök íslenskra stjórnvalda og útrásarvíkinga í máli þessu. Það er allavega ekki Bretum eða Hollendingum að kenna að íslenskur banki hafði sparifé af fólk til að fjármagna skuldir sínar eða hvað? Það er svo alveg rétt að mikil ósanngirni felst í því að íslenskur almenningur þurfi að greiða skuldir íslenskra óreiðumanna erlendis. Það er ósanngjarnt að íslenskir stjórnmálamenn hafi hagað regluverkinu hér heima með þeim hætti að íslenska þjóðin bar ábyrgð á íslenskum fjármálaóreiðumönnum hvert sem leið þeirra lá um heiminn. Engu að síður liggur ábyrgðin hjá þáverandi stjórnvöldum sem störfuðu í fullu umboði almennings. SamningurinnSamningur sá sem gengur undir nafninu Icesave-samningurinn er lánasamningur um greiðslu þessara skulda sem féllu á Ísland vegna Icesave-útibúa Landsbankans erlendis. Samningurinn er til 15 ára og þarf hvorki að greiða afborganir né vexti fyrstu sjö ár samningstímans. Greitt verður inn á höfuðstól skuldarinnar með eignum Landsbankans erlendis sem taldar eru munu standa undir 75-95% skuldanna.Vart þarf að hafa mörg orð um hversu mikilvægt það er að Íslendingar fái þetta mikla svigrúm til að safna vopnum okkar hér heima, í friði frá ágangi erlendra kröfuhafa. Þann tíma munum við nýta vel til að endurreisa íslenskt efnahagslíf, koma samfélaginu aftur á fæturna og sá tími mun nýtast okkur vel til að koma eignum Landsbankans í verð.Hvenær sem er á samningstímanum geta Íslendingar greitt inn á lánið eða greitt það upp ef betri kjör bjóðast en kveðið er á um í samningnum. Reyndar verður að teljast frekar ólíklegt að betri kjör bjóðist á næstu árum en þau sem samningamönnum Íslands tókst að knýja fram í samningnum um Icesave. Þar náðist að semja um aðeins 1,25% álag ofan á 4,30% lágmarksvexti OECD, eða alls 5,55% vexti, sem er með því lægsta sem sést hefur í lánasamningum milli landa að undanförnu.Skuldatryggingaálag Íslands er nú t.d. miklum mun hærra en 1,25% álagið í Icesave-samningnum, að ekki sé talað um þær vaxtatölur sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði fallist á að Ísland tæki á sig í október síðastliðnum, áður en hann var svældur út úr stjórnarráðinu.Ég geri t.d. tæplega ráð fyrir því að frændþjóðir okkar á Norðurlöndum muni bjóða okkur jafn góð kjör og samið var um við Breta og Hollendinga. Icesave-samkomulagið felur það sömuleiðis í sér að íslenska þjóðin mun greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum það sem þeim ber en aðrir, s.s. ýmiss félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir, fá sínar kröfur ekki greiddar að fullu fari svo að eignir Landsbankans dugi ekki fyrir skuldinni.Samningurinn hlífir með öðrum orðum íslenskum skattgreiðendum við því að þurfa að greiða allt tapið af Icesave-rekstri Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.Í rauninni felst gæfa okkar í þessu ömurlega máli í einmitt þessu; að fá tíma og frið til að glíma við erfið mál heima í héraði, að nýta eignir Landsbankans til greiðslu skuldarinnar, hagstæð lánakjör og að það náðist að semja okkur frá miklum hærri skuldum sem annars hefðu hæglega getað fallið á þjóðina.Þess vegna er Icesave-samningurinn góður samningur sem við megum ekki hafna. Slíkt væri fullkomið ábyrgðarleysi, það er nóg komið af slíku á Íslandi og það myndi gera Ísland efnahagslegan útlaga.Höfundur er alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í öllu því sem sagt hefur verið og skrifað um Icesave hef ég enn ekki fundið rök fyrir því að hinn íslenski tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta eigi ekki að greiða þær skuldir sem til var stofnað af Landsbankanum vegna Icesave. Þvert á móti er ég ekki í nokkrum vafa að okkur beri að standa við þær skuldbindingar sem á okkur voru lagðar með jafn ógeðfelldum hætti og raunin er. Icesave-reikningarnir voru stofnaðir af Landsbankanum vegna þess að hann var kominn í vandræði með að endurfjármagna gríðarmiklar skuldir sínar. Með því að yfirbjóða í vaxtakjörum á innlánsreikningum náði bankinn að lokka til sín fleiri sparifjáreigendur en íbúafjöldi Íslands er. Liður í að markaðssetja þessa reikninga var að tiltaka sérstaklega á heimasíðu þeirra að allir sparifjáreigendur væru varðir af íslenska tryggingarsjóðnum og því þyrftu menn lítið að óttast ef allt færi á versta veg. Við þessar aðstæður hefði verið ástæða af íslenskum stjórnvöldum og eftirlitsaðilum að bregðast við en það var ekki gert, þrátt fyrir ábendingar frá hollenskum og breskum yfirvöldum þess efnis. Einhverjir segja að það sé samt þannig að okkur beri ekki skylda til að greiða þá lágmarkstryggingu sem lofað var. Svoleiðis málflutning er hins vegar mjög erfitt að skilja vegna þess að það er ekki hægt að líta fram hjá sök íslenskra stjórnvalda og útrásarvíkinga í máli þessu. Það er allavega ekki Bretum eða Hollendingum að kenna að íslenskur banki hafði sparifé af fólk til að fjármagna skuldir sínar eða hvað? Það er svo alveg rétt að mikil ósanngirni felst í því að íslenskur almenningur þurfi að greiða skuldir íslenskra óreiðumanna erlendis. Það er ósanngjarnt að íslenskir stjórnmálamenn hafi hagað regluverkinu hér heima með þeim hætti að íslenska þjóðin bar ábyrgð á íslenskum fjármálaóreiðumönnum hvert sem leið þeirra lá um heiminn. Engu að síður liggur ábyrgðin hjá þáverandi stjórnvöldum sem störfuðu í fullu umboði almennings. SamningurinnSamningur sá sem gengur undir nafninu Icesave-samningurinn er lánasamningur um greiðslu þessara skulda sem féllu á Ísland vegna Icesave-útibúa Landsbankans erlendis. Samningurinn er til 15 ára og þarf hvorki að greiða afborganir né vexti fyrstu sjö ár samningstímans. Greitt verður inn á höfuðstól skuldarinnar með eignum Landsbankans erlendis sem taldar eru munu standa undir 75-95% skuldanna.Vart þarf að hafa mörg orð um hversu mikilvægt það er að Íslendingar fái þetta mikla svigrúm til að safna vopnum okkar hér heima, í friði frá ágangi erlendra kröfuhafa. Þann tíma munum við nýta vel til að endurreisa íslenskt efnahagslíf, koma samfélaginu aftur á fæturna og sá tími mun nýtast okkur vel til að koma eignum Landsbankans í verð.Hvenær sem er á samningstímanum geta Íslendingar greitt inn á lánið eða greitt það upp ef betri kjör bjóðast en kveðið er á um í samningnum. Reyndar verður að teljast frekar ólíklegt að betri kjör bjóðist á næstu árum en þau sem samningamönnum Íslands tókst að knýja fram í samningnum um Icesave. Þar náðist að semja um aðeins 1,25% álag ofan á 4,30% lágmarksvexti OECD, eða alls 5,55% vexti, sem er með því lægsta sem sést hefur í lánasamningum milli landa að undanförnu.Skuldatryggingaálag Íslands er nú t.d. miklum mun hærra en 1,25% álagið í Icesave-samningnum, að ekki sé talað um þær vaxtatölur sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði fallist á að Ísland tæki á sig í október síðastliðnum, áður en hann var svældur út úr stjórnarráðinu.Ég geri t.d. tæplega ráð fyrir því að frændþjóðir okkar á Norðurlöndum muni bjóða okkur jafn góð kjör og samið var um við Breta og Hollendinga. Icesave-samkomulagið felur það sömuleiðis í sér að íslenska þjóðin mun greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum það sem þeim ber en aðrir, s.s. ýmiss félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir, fá sínar kröfur ekki greiddar að fullu fari svo að eignir Landsbankans dugi ekki fyrir skuldinni.Samningurinn hlífir með öðrum orðum íslenskum skattgreiðendum við því að þurfa að greiða allt tapið af Icesave-rekstri Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.Í rauninni felst gæfa okkar í þessu ömurlega máli í einmitt þessu; að fá tíma og frið til að glíma við erfið mál heima í héraði, að nýta eignir Landsbankans til greiðslu skuldarinnar, hagstæð lánakjör og að það náðist að semja okkur frá miklum hærri skuldum sem annars hefðu hæglega getað fallið á þjóðina.Þess vegna er Icesave-samningurinn góður samningur sem við megum ekki hafna. Slíkt væri fullkomið ábyrgðarleysi, það er nóg komið af slíku á Íslandi og það myndi gera Ísland efnahagslegan útlaga.Höfundur er alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar