Innlent

Diana Ross fengi forræðið

michael jackson
michael jackson

Michael Jackson vildi að söngkonan Diana Ross fengi forræði yfir þremur börnum sínum að sér látnum ef móðir söngvarans, Katherine, gæti af einhverjum orsökum ekki tekið hlutverkið að sér. Þetta kemur fram í erfðaskrá Jacksons sem var birt í gær.

Jackson gerði erfðaskrána árið 2002. Í henni kemur fram að söngvarinn vildi arfleiða móður sína og þrjú börn að öllum sínum eignum.

Í erfðaskránni er sérstaklega tekið fram að Jackson vilji ekki sjá fyrir Debbie Rowe, fyrrverandi eiginkonu og móður tveggja barna hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×