Hollusta á sem hagkvæmustu verði Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar 2. júlí 2009 05:15 Hvað við borðum getur svo sannarlega haft áhrif á heilsuna. Það er vel þekkt staðreynd að tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, ýmsar tegundir krabbameina, sykursýki tegund 2, offitu og fleira tengist mataræði. Það er því mikilvægt, nú þegar matvælaverð hefur hækkað mikið og tekjur heimilanna í mörgum tilfellum dregist verulega saman, að staldra við og huga að því hvað við getum gert til að borða hollt á sem hagkvæmustu verði. Við megum ekki láta efnahagsástandið verða til þess að mataræðið breytist til hins verra. Hér eru nokkur ráð til að halda mataræðinu hollu og góðu á sem hagkvæmastan hátt. HafragrauturinnMorgunverðurinn er talinn mikilvægasta máltíð dagsins. Eitt er víst, að fæði þeirra sem borða morgunmat er almennt næringarríkara en þeirra sem sleppa þessari fyrstu máltíð dagsins. Hafragrautur með mjólk er sjálfsagt einhver hollasti en um leið ódýrasti morgunverður sem völ er á. Vinsældir hafragrautarins hafa aukist að undanförnu, ýmsir skólar hafa til dæmis boðið upp á hafragraut í morgunmat og er það vel. Fyrir þá sem vilja fá sér sýrðar mjólkurvörur má benda á að ódýrara er að fá sér hreinar mjólkurvörur í eins lítra pakkningum en sykraðar sýrðar mjólkurvörur í minni pakkningum. Rétt er að minna á að mælt er með því að borða fituminni mjólkurvörur. Enn fremur er ráðlagt að taka eina teskeið af þorskalýsi. Matreitt frá grunniSjálfsagt er að nýta sér hagstæð tilboð og kaupa þá jafnvel fisk og kjöt í frystinn.Hakk - má drýgja með því að gera kjötbollur og bæta þá ríflegu magni af mjöli, hafragrjónum eða heilhveitibrauði saman við. Einnig má útbúa hakkrétti með alls konar baunum, sem eru ódýr og hollur matur.Baunir - hægt er að útbúa ódýra baunarétti eina og sér, til dæmis baunabuff og pottrétti og einnig álegg úr baunum eins og hummus (baunamauk).Matarmiklar súpur - eru gjarnan góður og ódýr kostur, t.d kartöflusúpur, alls konar baunasúpur, sem má bragðbæta með nokkrum kjötbitum ef vill.Fiskur - drýgja má fisk með mjöli eða grófu brauði og gera fiskbollur.Pítsa - mun ódýrara er yfirleitt að gera pítsu heima en að kaupa hana. Það fer auðvitað eftir vali á áleggi en þá er um að gera að huga vel að verði og tilboðum.Heilsunnar vegna er æskilegt að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, svo sem pylsum, bjúgum og farsi, vegna þess að þær eru oft bæði fitu- og saltríkar. Þegar slíkar vörur verða fyrir valinu má benda á næringargildismerkingar á umbúðum og reyna að velja vörur með minna en 1,25 g af salti í 100 grömmum (0,5 g af natríum) og minna en 10% fitu. Almennt er hollara og um leið ódýrara að stilla kjötskammtinum í hóf og borða ríflega af kolvetnaríku fæði með, til dæmis kartöflur, hrísgrjón, pasta, brauð eða baunir og grænmeti. Rétt er síðan að benda á að nota olíu við matseldina í stað smjörlíkis eða smjörs og nota salt í hófi en nota önnur saltlaus krydd í staðinn, t.d. jurtakrydd. Veljið grænmeti og ávexti eftir árstíðum og verðiRáðlagt er að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum daglega. Við innkaup er því mikilvægt að huga vel að verði og velja eftir árstíðum og tilboðum. Sjálfsagt er að velja oftar ódýrari ávexti eins og appelsínur, banana, epli og perur en minna af dýrari tegundum. Kjörið er að velja frosið grænmeti í rétti og með mat, sem og frosna ávexti. Margir hafa farið að rækta sitt eigið grænmeti og kartöflur, sem gefur ferskt og gott grænmeti, á betra verði. Einnig er tilvalið að rækta eigin kryddjurtir, til dæmis í potti á svölunum eða í eldhúsglugganum. Heimabakað brauð og bakkelsiÓdýrast og oft hollara er að baka brauð og bakkelsi sjálfur og nota þá heilhveiti og hveitiklíð á móti hveiti og jafnvel fræ, olíu í stað smjörlíkis eða smjörs (0,8 dl af olíu samsvara 100 g af smjörlíki eða smjöri) og draga úr sykurmagni. Vatn er besti drykkurinnVatnið er tvímælalaust besti drykkurinn með mat og við þorsta, bæði fyrir pyngjuna og heilsuna. Aðgengi að góðu drykkjarvatni beint úr krananum er víðast hvar gott. Það er því skynsamlegt að spara bæði peninga og hitaeiningar með því að velja sem oftast vatn til drykkjar. Sykraðir gos- og svaladrykkir veita einungis tómar hitaeiningar, því í þeim eru margar hitaeiningar í formi viðbætts sykurs en nær engin næringarefni. Mikil neysla sykraðra gos- og svaladrykkja getur aukið líkur á ofþyngd og offitu auk þess sem sykurinn getur skemmt tennurnar. Að auki eru í gos- og svaladrykkjum ávaxtasýrur og rotvarnarsýrur sem geta leyst upp glerung tannanna. Veljið því vatnið sem oftast, það er besti kosturinn.Að lokum má nefna að gott er að læra af reynslunni, kaupa rétt magn miðað við fjölda og vera dugleg að nýta afganga ef einhverjir eru.Höfundur er verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað við borðum getur svo sannarlega haft áhrif á heilsuna. Það er vel þekkt staðreynd að tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, ýmsar tegundir krabbameina, sykursýki tegund 2, offitu og fleira tengist mataræði. Það er því mikilvægt, nú þegar matvælaverð hefur hækkað mikið og tekjur heimilanna í mörgum tilfellum dregist verulega saman, að staldra við og huga að því hvað við getum gert til að borða hollt á sem hagkvæmustu verði. Við megum ekki láta efnahagsástandið verða til þess að mataræðið breytist til hins verra. Hér eru nokkur ráð til að halda mataræðinu hollu og góðu á sem hagkvæmastan hátt. HafragrauturinnMorgunverðurinn er talinn mikilvægasta máltíð dagsins. Eitt er víst, að fæði þeirra sem borða morgunmat er almennt næringarríkara en þeirra sem sleppa þessari fyrstu máltíð dagsins. Hafragrautur með mjólk er sjálfsagt einhver hollasti en um leið ódýrasti morgunverður sem völ er á. Vinsældir hafragrautarins hafa aukist að undanförnu, ýmsir skólar hafa til dæmis boðið upp á hafragraut í morgunmat og er það vel. Fyrir þá sem vilja fá sér sýrðar mjólkurvörur má benda á að ódýrara er að fá sér hreinar mjólkurvörur í eins lítra pakkningum en sykraðar sýrðar mjólkurvörur í minni pakkningum. Rétt er að minna á að mælt er með því að borða fituminni mjólkurvörur. Enn fremur er ráðlagt að taka eina teskeið af þorskalýsi. Matreitt frá grunniSjálfsagt er að nýta sér hagstæð tilboð og kaupa þá jafnvel fisk og kjöt í frystinn.Hakk - má drýgja með því að gera kjötbollur og bæta þá ríflegu magni af mjöli, hafragrjónum eða heilhveitibrauði saman við. Einnig má útbúa hakkrétti með alls konar baunum, sem eru ódýr og hollur matur.Baunir - hægt er að útbúa ódýra baunarétti eina og sér, til dæmis baunabuff og pottrétti og einnig álegg úr baunum eins og hummus (baunamauk).Matarmiklar súpur - eru gjarnan góður og ódýr kostur, t.d kartöflusúpur, alls konar baunasúpur, sem má bragðbæta með nokkrum kjötbitum ef vill.Fiskur - drýgja má fisk með mjöli eða grófu brauði og gera fiskbollur.Pítsa - mun ódýrara er yfirleitt að gera pítsu heima en að kaupa hana. Það fer auðvitað eftir vali á áleggi en þá er um að gera að huga vel að verði og tilboðum.Heilsunnar vegna er æskilegt að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, svo sem pylsum, bjúgum og farsi, vegna þess að þær eru oft bæði fitu- og saltríkar. Þegar slíkar vörur verða fyrir valinu má benda á næringargildismerkingar á umbúðum og reyna að velja vörur með minna en 1,25 g af salti í 100 grömmum (0,5 g af natríum) og minna en 10% fitu. Almennt er hollara og um leið ódýrara að stilla kjötskammtinum í hóf og borða ríflega af kolvetnaríku fæði með, til dæmis kartöflur, hrísgrjón, pasta, brauð eða baunir og grænmeti. Rétt er síðan að benda á að nota olíu við matseldina í stað smjörlíkis eða smjörs og nota salt í hófi en nota önnur saltlaus krydd í staðinn, t.d. jurtakrydd. Veljið grænmeti og ávexti eftir árstíðum og verðiRáðlagt er að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum daglega. Við innkaup er því mikilvægt að huga vel að verði og velja eftir árstíðum og tilboðum. Sjálfsagt er að velja oftar ódýrari ávexti eins og appelsínur, banana, epli og perur en minna af dýrari tegundum. Kjörið er að velja frosið grænmeti í rétti og með mat, sem og frosna ávexti. Margir hafa farið að rækta sitt eigið grænmeti og kartöflur, sem gefur ferskt og gott grænmeti, á betra verði. Einnig er tilvalið að rækta eigin kryddjurtir, til dæmis í potti á svölunum eða í eldhúsglugganum. Heimabakað brauð og bakkelsiÓdýrast og oft hollara er að baka brauð og bakkelsi sjálfur og nota þá heilhveiti og hveitiklíð á móti hveiti og jafnvel fræ, olíu í stað smjörlíkis eða smjörs (0,8 dl af olíu samsvara 100 g af smjörlíki eða smjöri) og draga úr sykurmagni. Vatn er besti drykkurinnVatnið er tvímælalaust besti drykkurinn með mat og við þorsta, bæði fyrir pyngjuna og heilsuna. Aðgengi að góðu drykkjarvatni beint úr krananum er víðast hvar gott. Það er því skynsamlegt að spara bæði peninga og hitaeiningar með því að velja sem oftast vatn til drykkjar. Sykraðir gos- og svaladrykkir veita einungis tómar hitaeiningar, því í þeim eru margar hitaeiningar í formi viðbætts sykurs en nær engin næringarefni. Mikil neysla sykraðra gos- og svaladrykkja getur aukið líkur á ofþyngd og offitu auk þess sem sykurinn getur skemmt tennurnar. Að auki eru í gos- og svaladrykkjum ávaxtasýrur og rotvarnarsýrur sem geta leyst upp glerung tannanna. Veljið því vatnið sem oftast, það er besti kosturinn.Að lokum má nefna að gott er að læra af reynslunni, kaupa rétt magn miðað við fjölda og vera dugleg að nýta afganga ef einhverjir eru.Höfundur er verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun