Óskráð félag á viðskipti með gjaldeyri Víðir Smári Petersen skrifar: skrifar 27. maí 2009 00:01 Við Seðlabankann Eftirlit með lögum um gjaldeyrisviðskipti er á höndum Seðlabanka Íslands. Vakni grunur um að brotið hafi verið gegn lögunum vísar bankinn málum til Fjármálaeftirlitsins til frekari rannsóknar. Fréttablaðið/Pjetur „Við höfum ekki tekið eftir því að neinn sé að svindla," segir Anna Jakobína Hilmarsdóttir, féhirðir Landsbankans í Austurstræti. Fréttablaðið hafði nýverið eftir félagsmálaráðherra að mikill hagnaður væri í gjaldeyrisbraski. Nefndi hann farseðlasvindl sem dæmi. Smáauglýsingar hafa verið í blöðunum undanfarið þar sem óskað er eftir að selja eða kaupa gjaldeyri. Fyrirtækið Regent Accounts Ltd. sem auglýst hefur er ekki skráð í fyrirtækja- eða firmaskrá á Íslandi. Vegna hafta er kvóti á gjaldeyriskaupum þegar fólk er á leið til útlanda. Hver og einn getur tekið út 500 þúsund krónur í gjaldeyri gegn því að sýna farseðil. Ekki eru aldursmörk á gjaldeyriskaupunum. „Stundum kemur fyrir að fjölskylda kaupir allan kvótann sinn en kemur þá oft með hann aftur og leggur inn á gjaldeyrisreikning," segir Anna. Sá sem fyrir svörum varð sagði þó alla starfsemina löglega og ekki sé verið að versla með skilaskyldan gjaldeyri. Eingöngu sé haft milligöngu um gjaldeyri milli fyrirtækja erlendis. Öll viðskiptin fari í gegnum erlenda reikninga. Hann segir margt fólk hafa haft samband við sig eftir að fréttin birtist á föstudag og hafi séð fram á stórfelldan hagnað en það „verði fyrir vonbrigðum", þar sem ekkert slíkt sé í boði. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir margt benda til þess að ósköp lítil velta sé á gjaldeyrismarkaði með íslenskar krónur. „Það hefur gerst á undanförnum vikum að gengi krónunnar í útlöndum hefur styrkst mikið. Munur á opinberu gengi og það sem við getum kallað á svörtum markaði hefur því minnkað," segir Gylfi. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, segir lögreglu hafa fengið nokkrar ábendingar um gjaldeyrissvindl sem þau hafi vísað til Fjármálaeftirlitsins. „Þetta eru flestar óljósar ábendingar frá fólki út í bæ. Það kallar þá á frekari rannsókn til að athuga hvort þetta eigi við rök að styðjast," segir Helgi. Samkvæmt 8. gr. laga um gjaldeyrismál er öðrum aðilum en Seðlabanka óheimilt að hafa milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi nema hafa til þess heimild í lögum eða fá til þess leyfi frá Seðlabankanum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hefur nokkrum málum verið vísað til Fjármálaeftirlitsins vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
„Við höfum ekki tekið eftir því að neinn sé að svindla," segir Anna Jakobína Hilmarsdóttir, féhirðir Landsbankans í Austurstræti. Fréttablaðið hafði nýverið eftir félagsmálaráðherra að mikill hagnaður væri í gjaldeyrisbraski. Nefndi hann farseðlasvindl sem dæmi. Smáauglýsingar hafa verið í blöðunum undanfarið þar sem óskað er eftir að selja eða kaupa gjaldeyri. Fyrirtækið Regent Accounts Ltd. sem auglýst hefur er ekki skráð í fyrirtækja- eða firmaskrá á Íslandi. Vegna hafta er kvóti á gjaldeyriskaupum þegar fólk er á leið til útlanda. Hver og einn getur tekið út 500 þúsund krónur í gjaldeyri gegn því að sýna farseðil. Ekki eru aldursmörk á gjaldeyriskaupunum. „Stundum kemur fyrir að fjölskylda kaupir allan kvótann sinn en kemur þá oft með hann aftur og leggur inn á gjaldeyrisreikning," segir Anna. Sá sem fyrir svörum varð sagði þó alla starfsemina löglega og ekki sé verið að versla með skilaskyldan gjaldeyri. Eingöngu sé haft milligöngu um gjaldeyri milli fyrirtækja erlendis. Öll viðskiptin fari í gegnum erlenda reikninga. Hann segir margt fólk hafa haft samband við sig eftir að fréttin birtist á föstudag og hafi séð fram á stórfelldan hagnað en það „verði fyrir vonbrigðum", þar sem ekkert slíkt sé í boði. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir margt benda til þess að ósköp lítil velta sé á gjaldeyrismarkaði með íslenskar krónur. „Það hefur gerst á undanförnum vikum að gengi krónunnar í útlöndum hefur styrkst mikið. Munur á opinberu gengi og það sem við getum kallað á svörtum markaði hefur því minnkað," segir Gylfi. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, segir lögreglu hafa fengið nokkrar ábendingar um gjaldeyrissvindl sem þau hafi vísað til Fjármálaeftirlitsins. „Þetta eru flestar óljósar ábendingar frá fólki út í bæ. Það kallar þá á frekari rannsókn til að athuga hvort þetta eigi við rök að styðjast," segir Helgi. Samkvæmt 8. gr. laga um gjaldeyrismál er öðrum aðilum en Seðlabanka óheimilt að hafa milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi nema hafa til þess heimild í lögum eða fá til þess leyfi frá Seðlabankanum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hefur nokkrum málum verið vísað til Fjármálaeftirlitsins vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira