Eftirlitsvald aðskilið frá pólitísku valdi Björn Einarsson skrifar 12. ágúst 2009 05:45 Sjálfstæði eftirlitsvaldsins hefur orðið eftir í lýðræðisþróun hérlendis, og því er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera eftirlitsvaldið sjálfstæðara og aðskilja það frá pólitíska valdinu. Eftirlitsvaldið er falið í valddreifingunni, beinu lýðræði, stjórnarskránni, dómstólunum, eftirlitsstofnunum, rannsóknarnefndum, löggæslu og gagnrýnum fjölmiðlum. Ekkert af þessu er óháð hinu pólitíska valdi eða valdi fjármálanna hér á landi. Hvorki ráðherrar né löggjafarþingið eiga að ákvarða hverjir verða dómarar eða hverjir rannsaka meint brotamál. Ekki bara dómsvaldið á að vera algjörlega óháð pólitíska valdinu, heldur einnig saksóknarar, rannsóknarnefndir, eftirlitsnefndir (t.d. Fjármálaeftirlitið), lögregla og Landhelgisgæsla. Ríkisfjölmiðill (Ríkisútvarp-sjónvarp), óháður pólitíska valdinu og fjármálaheiminum, gegnir mikilvægu hlutverki í lýðræðisþjóðfélagi og á að vera undir eftirlitsvaldinu. Við stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku lagði Thomas Jefferson mikla áherslu á að í hverju bæjarfélagi væri stofnað óháð bókasafn, til þess að þegnarnir gætu aflað sér óháðra upplýsinga. Þjóðkjörinn forseti Íslands á að vera yfirmaður eftirlitsvaldsins og skipa í æðstu stöður innan þess. En hann á ekki að vera þjóðhöfðingi, það er sá sem fer fyrir framkvæmdarvaldinu, forsætisráðherrann. Forseti Íslands mætti því allt eins heita umboðsmaður lýðsins eða lýðveldisins. Hann á ekki að koma nálægt pólitíska valdinu. Hans hlutverk á að vera að gæta þess að lýðræðið sé virkt, boða til kosninga og ákvarða um þjóðaratkvæðisgreiðslur, þegar pólitíska valdið er ekki í takt við vilja þjóðarinnar. Stjórnarskráin er síðan hið æðsta eftirlitsvald. Hún setur stjórnmálunum og eftirlitsvaldinu leikreglur. Hún á ekki að vera samin af stjórnmálamönnum, heldur stjórnlagaþingi, sem kosið er beint af þjóðinni. Valddreifing og beint lýðræðiMarkmið hefðbundinnar þrískiptingar ríkisvaldsins í framkvæmdarvald (ríkisstjórn), löggjafarvald (Alþingi) og dómsvald er valddreifing, til þess að einn þáttur gæti haft eftirlit með öðrum: Því ættu þeir að vera sem mest aðskildir, m.a. til að koma í veg fyrir að valdhafar tækju of mikið tillit til eigin hagsmuna við ákvarðanatöku í stað hagsmuna heildarinnar og umbjóðenda sinna.Framkvæmdarvaldið er það sem ræður „hvað skal gera og hvað skal ekki gera", og er því hinn raunverulegi valdhafi ríkisvaldsins. Löggjafarvaldið hefur það hlutverk að setja lög um „hvað má gera og hvað má ekki gera", hvort sem er framkvæmdarvaldið, fjármálamenn eða almenningur. Það ákvarðar líka um öflun fjár í ríkissjóð, og setur framkvæmdarvaldinu takmarkandi fjárlög. Dómsvaldið hefur síðan það hlutverk að dæma hvort farið sé að lögum og stjórnarskránni fylgt. Stjórnarskráin segir til um stjórnskipunina, inniheldur reglur sem lög mega ekki brjóta í bága við og almenn mannréttindi, „hvað má leyfa og hvað má ekki leyfa".Á sínum tíma var þrískipting ríkisvaldsins mikilvægt skref í baráttu fyrir lýðræði, en einvaldar höfðu alla þætti valdsins á einni hendi. Fyrsta skrefið var að færa löggjafarvaldið til þjóðkjörins þings og gera dómsvaldið sjálfstæðara. Þróun lýðræðisins hefur svo aðallega snúist um að auka beint lýðræði, að lýðurinn ráði ferðinni, því hjá honum á valdið uppruna sinn, ekki frá guði eins og einvaldarnir héldu fram. Annars vegar er það með því að fleiri þegnar fái að kjósa (eignalausir, konur og yngra fólk) og hins vegar með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um sífellt fleiri stórmál. Aðskilnaður pólitísks valds?Í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur aðskilnaður framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins mest verið ræddur, þ.e. afnám þingræðisreglunnar.Í forsetaræði er kosinn pólitískur forseti beint, sem velur með sér ráðherra. Framkvæmdarvaldið er þar með sterkara en löggjafarvaldið, með minni valddreifingu og þar með minna eftirliti. Forsetaræðið er aðallega við lýði í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu auk Frakklands og Rússlands. Fyrir þingræðinu er norræn og evrópsk hefð. Það stuðlar að valddreifingu, þar sem framkvæmdarvaldið þarf að styðjast við þingmeirihluta löggjafans. Þingræðið er hins vegar óbeinna lýðræði, þar sem framkvæmdarvaldið er ekki kosið beint. En beint lýðræði má auka með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum um stærri mál.Pólitíska valdið er í eðli sínu svo samtvinnað í heimi stjórnmálaflokkanna, að það er vafasamt að frekari aðskilnaður framkvæmdarvalds og löggjafarvalds hérlendis leysi nokkurn vanda í stjórnskipun okkar. Mikilvægast við endurskoðun stjórnarskrárinnarSjálfstætt eftirlitsvald, óháð pólitísku valdi, sem kosið er til beint af lýðnum er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Núverandi embætti forseta Íslands á að fara fyrir eftirlitsvaldinu, en algjörlega ópólitískt. Þar sem forsætisráðherrann fer fyrir framkvæmdarvaldinu og er því hinn raunverulegi þjóðhöfðingi færi betur á að hann yrði „Forseti Íslands" en forsetinn „Umboðsmaður lýðræðisins".Höfundur er læknir og heimspekinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Sjálfstæði eftirlitsvaldsins hefur orðið eftir í lýðræðisþróun hérlendis, og því er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera eftirlitsvaldið sjálfstæðara og aðskilja það frá pólitíska valdinu. Eftirlitsvaldið er falið í valddreifingunni, beinu lýðræði, stjórnarskránni, dómstólunum, eftirlitsstofnunum, rannsóknarnefndum, löggæslu og gagnrýnum fjölmiðlum. Ekkert af þessu er óháð hinu pólitíska valdi eða valdi fjármálanna hér á landi. Hvorki ráðherrar né löggjafarþingið eiga að ákvarða hverjir verða dómarar eða hverjir rannsaka meint brotamál. Ekki bara dómsvaldið á að vera algjörlega óháð pólitíska valdinu, heldur einnig saksóknarar, rannsóknarnefndir, eftirlitsnefndir (t.d. Fjármálaeftirlitið), lögregla og Landhelgisgæsla. Ríkisfjölmiðill (Ríkisútvarp-sjónvarp), óháður pólitíska valdinu og fjármálaheiminum, gegnir mikilvægu hlutverki í lýðræðisþjóðfélagi og á að vera undir eftirlitsvaldinu. Við stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku lagði Thomas Jefferson mikla áherslu á að í hverju bæjarfélagi væri stofnað óháð bókasafn, til þess að þegnarnir gætu aflað sér óháðra upplýsinga. Þjóðkjörinn forseti Íslands á að vera yfirmaður eftirlitsvaldsins og skipa í æðstu stöður innan þess. En hann á ekki að vera þjóðhöfðingi, það er sá sem fer fyrir framkvæmdarvaldinu, forsætisráðherrann. Forseti Íslands mætti því allt eins heita umboðsmaður lýðsins eða lýðveldisins. Hann á ekki að koma nálægt pólitíska valdinu. Hans hlutverk á að vera að gæta þess að lýðræðið sé virkt, boða til kosninga og ákvarða um þjóðaratkvæðisgreiðslur, þegar pólitíska valdið er ekki í takt við vilja þjóðarinnar. Stjórnarskráin er síðan hið æðsta eftirlitsvald. Hún setur stjórnmálunum og eftirlitsvaldinu leikreglur. Hún á ekki að vera samin af stjórnmálamönnum, heldur stjórnlagaþingi, sem kosið er beint af þjóðinni. Valddreifing og beint lýðræðiMarkmið hefðbundinnar þrískiptingar ríkisvaldsins í framkvæmdarvald (ríkisstjórn), löggjafarvald (Alþingi) og dómsvald er valddreifing, til þess að einn þáttur gæti haft eftirlit með öðrum: Því ættu þeir að vera sem mest aðskildir, m.a. til að koma í veg fyrir að valdhafar tækju of mikið tillit til eigin hagsmuna við ákvarðanatöku í stað hagsmuna heildarinnar og umbjóðenda sinna.Framkvæmdarvaldið er það sem ræður „hvað skal gera og hvað skal ekki gera", og er því hinn raunverulegi valdhafi ríkisvaldsins. Löggjafarvaldið hefur það hlutverk að setja lög um „hvað má gera og hvað má ekki gera", hvort sem er framkvæmdarvaldið, fjármálamenn eða almenningur. Það ákvarðar líka um öflun fjár í ríkissjóð, og setur framkvæmdarvaldinu takmarkandi fjárlög. Dómsvaldið hefur síðan það hlutverk að dæma hvort farið sé að lögum og stjórnarskránni fylgt. Stjórnarskráin segir til um stjórnskipunina, inniheldur reglur sem lög mega ekki brjóta í bága við og almenn mannréttindi, „hvað má leyfa og hvað má ekki leyfa".Á sínum tíma var þrískipting ríkisvaldsins mikilvægt skref í baráttu fyrir lýðræði, en einvaldar höfðu alla þætti valdsins á einni hendi. Fyrsta skrefið var að færa löggjafarvaldið til þjóðkjörins þings og gera dómsvaldið sjálfstæðara. Þróun lýðræðisins hefur svo aðallega snúist um að auka beint lýðræði, að lýðurinn ráði ferðinni, því hjá honum á valdið uppruna sinn, ekki frá guði eins og einvaldarnir héldu fram. Annars vegar er það með því að fleiri þegnar fái að kjósa (eignalausir, konur og yngra fólk) og hins vegar með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um sífellt fleiri stórmál. Aðskilnaður pólitísks valds?Í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur aðskilnaður framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins mest verið ræddur, þ.e. afnám þingræðisreglunnar.Í forsetaræði er kosinn pólitískur forseti beint, sem velur með sér ráðherra. Framkvæmdarvaldið er þar með sterkara en löggjafarvaldið, með minni valddreifingu og þar með minna eftirliti. Forsetaræðið er aðallega við lýði í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu auk Frakklands og Rússlands. Fyrir þingræðinu er norræn og evrópsk hefð. Það stuðlar að valddreifingu, þar sem framkvæmdarvaldið þarf að styðjast við þingmeirihluta löggjafans. Þingræðið er hins vegar óbeinna lýðræði, þar sem framkvæmdarvaldið er ekki kosið beint. En beint lýðræði má auka með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum um stærri mál.Pólitíska valdið er í eðli sínu svo samtvinnað í heimi stjórnmálaflokkanna, að það er vafasamt að frekari aðskilnaður framkvæmdarvalds og löggjafarvalds hérlendis leysi nokkurn vanda í stjórnskipun okkar. Mikilvægast við endurskoðun stjórnarskrárinnarSjálfstætt eftirlitsvald, óháð pólitísku valdi, sem kosið er til beint af lýðnum er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Núverandi embætti forseta Íslands á að fara fyrir eftirlitsvaldinu, en algjörlega ópólitískt. Þar sem forsætisráðherrann fer fyrir framkvæmdarvaldinu og er því hinn raunverulegi þjóðhöfðingi færi betur á að hann yrði „Forseti Íslands" en forsetinn „Umboðsmaður lýðræðisins".Höfundur er læknir og heimspekinemi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun